3.5.2008 | 23:54
Laddi frábær í Borgarleikhúsinu
Þetta hefur verið annasamur dagur hjá mér. Hann byrjaði kl. 10.00 í morgun á stjórnarfundi hjá Landssambandi Kvenna í Frjálslynda flokknum. Súpufundur Landssambandsins hófst síðan kl. 12.00 þar sem Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasaga hélt fyrirlestur um fasteigna og lánamarkaðinn. Var erindi hennar ákaflega fróðlegt. Eftir fundinn kl. 14.00 fór ég í nudd í Baðhúsinu. Eftir nuddið í Baðhúsinu fór ég í afmæli hjá minni elskulegu móður þar sem við systkinin komum saman og áttum ánægjulega samverustund. Að endingu fór ég að sjá afmælissýningu Ladda í Borgarleikhúsinu. Hrein og klár frábær sýning og mikil stemming meðal sýningagesta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásgerður og takk fyrir samveruna.
Til hamingju með dag móður þinnar.
Var einmitt að blogga um erindi Ingibjargar sem var virkilega fínt erindi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.5.2008 kl. 00:32
Til hamingju með hana móður þína. Laddi er bara snillingur...
Markús frá Djúpalæk, 4.5.2008 kl. 01:04
Sæl Guðrún, þakka hamingjuóskirnar. Það er ekki sjálfgefið að eiga yndislega móður á lífi, hún er mér ákaflega dýrmæt.
Fundurinn var góður með Ingibjörgu, fróðlegur og hún góður fyrirlesari.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.5.2008 kl. 09:16
Sæll Markús, takk fyrir innlitið. Það er ekki sjálfgefið að eiga móður á lífi, enda reyni ég að njóta hverrar stundar með henni og stjúpa mínum. Fór á Ladda sýninguna með þeim. Er t.d. að fara með móður minni og stjúpa og eiginmaðurinn fylgir með í heimsókn til íshokky drottningarinnar minnar i.e. dóttur mín í Köben. Sú ferð verður ábyggilega mjög ánægileg. Reyndar hef ég ferðast mikið með móður minni í gegnum árin.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.5.2008 kl. 09:21
Til hamingju með mömmu þína Ásgerður.
Laddi er frábær, ég fór að Laddi sextugur í fyrra og það var alveg frábært.
Linda litla, 5.5.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.