13.5.2008 | 19:35
Ljósabekkir eru skaðlegir.
Það hefur verið vitað all lengi að ljósabekki eru skaðlegir. Hér spila foreldrar stórt hlutverk. Samt eru sólbaðsstofur fullar af ungu fólki sem sækir í bekkina. Ábyrgðin er að einhverju leiti hjá okkur foreldrum. Ljósabekkir skaða.
Aukin tíðni sortuæxla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sólböð eru holl, hvort sem er úti undir berum himni eða inni á sólbaðsstofum. Hinsvegar eiga sólböð það sameiginlegt með margri annarri hollustu að í óhófi verða þau óholl.
Í sólbaði framleiðir húðin D-vítamín sem er lykill að upptöku líkamans á kalki. Á þann hátt vinnur sólbað gegn beinþynningu og styrkir tennur, hár, húð og neglur.
Sólbað er bakteríudrepandi og vinnur gegn fjölda húðsjúkdóma. Göngudeildir sem taka á húðsjúkdómum á borð við sóriasis og exem nota ljósabekki sem eina helstu leið til að halda sjúkdómunum í skefjum.
Sólbað vinnur gegn þunglyndi. Geislarnir ná í gegnum gagnaugað að erta taugaenda sem láta heilann framleiða gleðihormón. Stofnanir sem fást við geðsjúkdóma beita ljósalömpum til að vinna gegn þunglyndi.
Sólböð draga úr líkum á hinum ýmsu krabbameinum um 20 - 40% öðrum en sortuæxli.
Margt annað er hægt að telja upp sólböðum til ágætis en það er kannski einfaldast að benda á hvað gerist úti í náttúrunni þegar sól hækkar á lofti. Hvernig líf færist í hlutina. Hvernig jurtir og dýr vakna af dvala, tré laufgast, jurtir blómgast og svo framvegis.
Til samanburðar getum við tekið fólk sem ekki nýtur sólarljóss, svo sem konunni og börnunum sem var haldið í kjallara í Austurríki. Fertug konan er sögð líta út fyrir að vera sextug, hún og börnin eru sögð vera meira og minni tannlaus, húðin litlaus...
Stofnanir víða um heim sem fyrir nokkrum árum börðust gegn sólböðum hafa margar hverjar snúið við blaðinu og hvetja nú fullorðið fólk, sérstaklega konur, til að fara vikulega í sólbað.
Jens Guð, 13.5.2008 kl. 20:13
Sæl bloggvinkona.Ljósabekkir eru eins skaðlegir eins og þeir eru góðir til að hita vöðva og aðra þreytuhluta líkamans.Ég er búinn að vera mikill baksjúklingur í nokkur ár og hef farið í ljós og fundist það gott fyrir bakið en hætti því og reyni að finna eitthvað annað.
Guðjón H Finnbogason, 14.5.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.