Harðorð ályktun frá LKF venga viðbragða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar

 

Stjórn Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum hefur sent frá sér mjög harðorða ályktun vegna viðbragða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið. Stjórn LKF eggjar þingflokkinn til að senda ályktunina til mannréttindanefndarinnar. Ályktunin er eftirfarandi...

Stjórn Landsambans kvenna í Frjálslynda flokknum tekur undir ályktun þingflokks Frjálslynda flokksins um afstöðu ríkisstjórnar Íslands um að hundsa álit Mannréttinda nefndar Sameinuðu þjóðanna.
Við stjórnarkonur í Landsambandi kvenna í Frjálslynda flokknum mótmælum harðlega því ofbeldi og mannréttindabrotum sem íslensk stjórnvöld beita gagnvart þegnum sínum í íslenskum sjávarútvegi.  Við mótmælum þeirri stefnu og siðleysi ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram um ókomna tíð þessum mannréttindabrotum, og að viðhalda þessu valdnýdda kvótakerfi, sem virðist vera  stefna ríkisstjórnar Íslands.
Hroki og virðingarleysi fyrir almennum mannréttindum er með algjörum eindæmum í nútíma þjóðfélagi þar sem mannréttindi eiga að vera í heiðri höfð.
Okkur ofbýður þessi valdnýðsla stjórnvalda í garð sjómanna og heilu byggðalaganna sem urðu fyrir þessum mannréttinda skerðingum, að þeim sé meinað um rétt sinn til lífsviðurværis.

Við skorum á þingflokk Frjálslynda flokksins að senda þessa ályktun til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þýdda af lögbundnum skjalaþýðenda.  Einnig skorum við á þingflokkinn að senda ályktunina til allra erlendra frétta stofa svo sem Reuters.com, CNN BBC News Fox News og annarra vestrænna fréttastofa auk fjölmiðla á Norðurlöndum, sem hafa í heiðri mannréttindi.
Við bendum flokksforystunni á að konur í Frjálslynda flokknum eru ekki síður með pólitíst nef, en karlarnir og væntum þess að tillit sé tekið til okkar skoðana og óska í þessu máli sem og öðrum

 

 

Fyrir hönd stjórnar Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður
Hanna Birna Jóhannsdóttir varaformaður
Guðrún María Óskarsdóttir ritari
Ásthildur Cesil Þórðardóttir stjórnarmaður
Ragnheiður Ólafsdóttir stjórnarmaður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samtök sjómanna á Íslandi hafa hvergii gefið til kynna að þau telji að um mannréttindabrot sé að ræða þótt úgerðarmönnum sé gert að útvega kvóta fyrir útgerð sína, enda er það samkvæmt kjarasamningum sjómönnum óviðkomandi.Sjómannasamtökin styðja ekki kæru útgerðarmannanna.Mannréttindanefndin hlýtur að eiga rétt á að fá að vita það. 

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Látalæti ykkar kvenna í Frjálslyndaflokknum um að þið berið hag sjómanna fyrir brjósti, stjórnast af allt öðru en að þið viljið að mannréttindi séu virt.

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alrangt Sigurgeir, en vertu velkominn að skrá þig í Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum þar sem þú munt án efa fylgja okkur í réttlátri baráttu fyrir virðingu við íslenzka sjómannastétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæl G. María. Ég þakka gott boð.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 15.6.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, tölvan mín var í viðgerð hjá EJS.  Kæra Guðrún María, þín var sárt saknað í dag hjá Fjölskylduhjálp Íslands þar sem dagurinn í dag var síðasti úthlutunardagurinn fyrir sumarfrí. Í dag komu yfir 100 fjölskyldur.  Opnum aftur 13. ágúst.  Vonandi hefur þú það gott í útlöndum.

 Sigurgeir, ég nenni ekki að eiga við þig orðastað, þekki þinn málflutning. Hver er með látalæti, líttu í eigin barm.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 18.6.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ásgerður.

Ég sakna þess að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, hef það annars mjög fínt, og bið að heilsa öllum heima.

kær kveðja.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.6.2008 kl. 21:08

7 Smámynd: Halla Rut

Mjög gott framtak hjá ykkur. Mikil og góð hugmynd að senda þetta einnig til erlendra fréttastofa. Kannski að það mundi hrista uppí ISG en henni er mjög annt um orðspor sitt á alþjóðavettvangi einmitt nú er hún reynir að tryggja sína persónulegu framtíð með framboði Íslands í Öryggisráðið.

Einnig finnst mér vel sagt hjá þér eftirfarandi og styð það heilshugar:  "Við bendum flokksforystunni á að konur í Frjálslynda flokknum eru ekki síður með pólitískt nef, en karlarnir og væntum þess að tillit sé tekið til okkar skoðana og óska í þessu máli sem og öðrum"

Halla Rut , 26.6.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 72436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband