24.7.2008 | 10:51
Að hugsa sér.
Brá mér í tvær vikur á sólarströnd og fylgdist einungis með erlendum fréttastöðvum þar sem heimurinn er allur undir. Þá kom upp í huga mér hvernig er hægt að klúðra samfélagi manna sem telur rúmlega 300.000 einstaklinga. Eitthvað mikið er að hjá íslenskum stjórnmálamönnum og þjóðinni allri sem kýs sömu flokkana áratugum saman. Þegar horft er til Íslands úr fjarlægð verður maður þess áskynja hversu við sem byggjum Ísland erum orðin dofin fyrir því mikla stjórnleysi og sukki sem þrífst í landi okkar. Sá sem stjórnaði fyrirtæki í USA með 300.000 starfsmönnum á svipaðan hátt og stjórnmálamenn á Íslandi stjórna efnahagsmálum hér væri sá hinn sami löngu búinn að taka pokann sinn með skömm.
Að geta ekki stjórnað svona litlu samfélagi og Ísland er segir allt sem segja þarf.
Að hugsa sér hvernig komið er fyrir íslensku þjóðarbúi. Húsin brenna og brunaliðið fer í frí.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim. Já, glöggt er gests augað ....
Markús frá Djúpalæk, 24.7.2008 kl. 13:40
Þetta er rétt hjá þér Ásgerður Ísland er ekki stærra en meðalstórt fyrirtæki víða í heiminum og sá sem stjórnaði eins og ríkisstjórn Íslands gerir, væri löngu búið að reka með skömm.
Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.