Farin til Fáskrúðsfjarðar

Franskir dagar eru nú haldnir í 13 skiptið á Fáskrúðsfirði og þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti þó að á sjötta og sjöunda áratugnum bjuggu ættingjar mínir í öðru hverju húsi í plássinu.  Franskir dagar eru gríðarlega stór og metnaðarfull menningarveisla og er það mikillar til fyrirmyndar hversu öflug dagskráin verður alla helgina. Mikið á ég góðar minningar frá dvöl minni á Eyri en þar var ég í sveit á sumrin frá 9 ára til 11 ára aldurs.  Eftir að komið er á þann aldur var alveg glatað að fara í sveit.  Á Eyri bjuggu þrjú systkini föðurömmu minna ógift og barnlaus þar sem dekrað var við mig á alla kanta.  Í minningunni var alltaf sumar og sól.  Á þeim tíma var fólk kennt við hús sín, Maggi í Bæ, Odda á Holti, Margeir í Félagsgarði og Óskar í Rúst.  Nú er þetta allt breytt.  Eftir dvöl mína á Fáskrúðsfirði fór maður af og til í sveit til móðurömmu minnar að Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi.  Nú er tímarnir aðrir því nú þarf að borga fyrir sveitapláss fyrir borgarbörnin.  Ég ætla að leggja af stað upp úr klukkan 4 í nótt því það tekur um 10 tíma að keyra til Fáskrúðsfjarðar þar sem 20 stiga hiti var fyrr í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góða ferð Ásgerður.

Passaðu þig undir Eyjafjöllum það er víst grjóthrun þar á ferð austan við Holtsá.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.7.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góða ferð

Sigurður Þórðarson, 27.7.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband