Ísland fegursta land í heimi.

Komin heim eftir ánægjulegt ferðalag um Austfirðina. Keyrði hátt í 2000 kílómetra í ferðinni.  Ísland er fallegasta land í heimi, þvílík náttúrufegurð, með tignarlegum háum fjöllum svo unun er á að horfa. Byrjuðum á að stoppa í Skaftarfelli sem er undraheimur út af fyrir sig með Vatnajökulsþjóðgarðinn í bakgarði sínum. Þvílík upplifun að bregða sér út úr bílnum og á örskammri stundu stendur maður á Vatnajökli.

Skoðuðum Jökulsárlón, hafði siglt á því fyrir nokkrum árum, þvílík ólýsanleg fegurð. Höfn í Hornafirði er alltaf vinalegur staður heim að sækja með frábæran humar.  Djúpivogur  er sorglega fámennur staður en á afskaplega fallegu bæjarstæði. 

Stöðvafjörður var næstur sem er þvílíkur svefnbær en fólkinu líður þar vel og stendur þorpið á undurfögrum stað.

Þá var Fáskrúðsfjörður næstur, að keyra inn fjörðinn er engu öðru líkt, þvílík náttúrufegurð.  Franskir dagar voru á fullu sem ég tók að fullu þátt í og hafði mikla ánægju af.  Yfir bládaginn nýtti ég tímann og fór til Reyðarfjarðar í gegnum hin frægu göng sem liggja á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.  Mikið fallegur bær þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað.  Skoðuðum álverið og fleira.

Fórum því næst til Egilsstaða þar sólin skein og fallegt mannlíf blasti við.  Sátum í 25 stiga hita og glampasólskyni.  Á Egilsstöðum er margt að sjá og engin svikin á að heimsækja þann stað.

Því næst var haldið í Hallormsstaðaskóg og sú ferð var líkust því að keyra um svissnesku alpana fyrir þá sem það hafa prófað.  Gríðarlega vel heppnuð skógrækt.  Atlavík var næst á dagskrá, brjálæðislega fallegt umhverfi og þar nutum við þess að fara út á  Lagarfljót á hjólabát og njóta þeirrar draumaveraldar sem þar blasir við, engan orminn sáum við. 

Heim er ég komin alsæl með ferðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Velkomin heim Ásgerður.

Mér hefur fundist það sérstakt að keyra yfir sandana og koma í paradís Jökulsárslóns og síðan í Öræfasveit þar sem hið gróna land teygir sig að sjónum með fjallafegurð. Á hins vegar eftir að heimsækja Austfirðina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2008 kl. 01:49

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ef þú ert ekki búin að fara um Vestfirði, þá átt þú eftir að sjá mikla fegurð.

Jakob Falur Kristinsson, 11.8.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband