16.8.2008 | 16:16
Stykkishólmur here I come.
Jæja, þá er verið að taka sig til og ferðinni er heitið vestur í Stykkishólm á danska daga og njóta þeirra fjölmörgu uppákoma sem svæðið býður upp á. Í kvöld verður þeirra fræga bryggjuball þar sem maður fær sér snúning nema hvað. Okkur hjónunum stendur til boða að sofa í tveggja herbergja tjaldvagni sem vinafólk okkar er með. Ekki vantar huggulegheitin. Farið er með tvennt í huga. Í fyrsta laga að njóta þess að vera á staðnum og í öðru lagi að styrkja bæjarfélagið með því að eyða nokkrum krónum á svæðinu því uppákomur eins og danskir dagar færir bæjarfélaginu þó nokkra búbót. Með því að heimsækja hinar ýmsu uppákomur út um land er maður að efla efnahag viðkomandi svæðis.
Vona að hann haldist þurr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 72436
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.