MBA nemar á Hótel Hamri Borgarnesi

Var að koma heim frá því að dvelja á fyrirlestrum á Hótel Hamri í Borgarnesi.  Fyrsti dagur minn í MBA námi við Háskóla Íslands.  þetta er 25 manna hópur sem saman stendur af 20 körlum og 5 konum sem öll eru yndislegir einstaklingar sem ég hlakka til að vinna verkefni með næstu tvö árin. MBA nám við Háskóla Íslands kostar 2.7 miljónir, svo málið er ekkert grín.

Dagurinn byrjaði á  því að við sem hefjum MBA nám í dag hittumst í Hringstofu  á Háskólatorgi  þar sem forseti Viðskiptafræðideildar HÍ  Ingjaldur Hannibalsson bauð nema velkomna og sýndi þau húsakynni sem við munum dvelja mikið í næstu 20 mánuðina.  Húsakynnin eru glæsileg og mikil breyting frá því að ég var síðast við nám í HÍ.

Því næst var farið með rútu upp í Borgarnes þar sem okkar fyrsti fyrirlestur fór fram.

Fyrirlesarar voru ekki af verri endanum.  Þeir voru Jón Snorri Snorrason forstöðumaður MBA námsins, Gylfi Magnússon dósent, Þórhallur Örn Guðlausson dósent, Árelía E. Guðmundsdóttir lektor, Ester Rós Gústavsdóttir verkefnisstjóri MBA námsins, Einar Guðbjartsson dósent og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent.

Eftir fyrirlestrana var boðið upp á fordrykk og síðan yndislegan kvöldverð með öllu tilheyrandi.

Við komum til Reykjavíkur eftir mjög svo ánægjulega ferð um hálf níu og nú bíður okkur lestur á 400 bls. fyrir næsta mánudag.

Menningarnóttin fer fram hjá mér þetta árið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munum við þá í HR fara á mis við nærveru þína í vetur, mín kæra? Það verður ekki annað sagt en að þú varpir ljóma á umhverfi þitt.

Bjarmi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Bjarmi, og takk fyrir hlýlegt innlit.  Gangi þér sem allra best í HR í vetur.

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.8.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gangi þér vel!

Sigurður Þórðarson, 24.8.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Segðu mér Ásgerður Jóna? Af hverju heldur þú áfram að kynna S. Gunnbjörnsson á Útvarpi Sögu? þar sem þú veist hver hann er? Ertu til í að eyðileggja úrvarpsstöðina eða þykist þú ekki vita um glæpaferil Steinars???

Þú veist að Steinar Gunnbjörnsson Markarflöt 11 Garðabæ hafði lík úr Geirfinnsmálinu dysjað á lóðinni heima hjá sér...

Veistu að Sævar Cicielski sá sem var dæmdur fyrir morðin veit núna um allar upplýsingarnar varðandi síðara Geirfinnsmálið.

Mikið geta stjórnmálamenn lagst lágt með framapoti sínu.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 17:38

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þú ættir frekar en grenja í Eirík Stefánsson að tala við mig!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 19:44

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég er í sima 661 6361 og þar geturðu sagt mér þína skoðun á málunum af hverju þú ert að kynna alræmdasta glæpamann á Íslandi. Býð eftir að heyra frá þér.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Fá svör eru yfirleitt vegna alvöruspurninga. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband