6.1.2009 | 00:05
Nei, Bjarni Ármannsson þú skilar öllu til baka.
Ef Bjarni Ármannsson heldur að þjóðin taki hann í sátt vegna 370 milljóna endurgreiðslu, þá reiknar hann en og aftur vitlaust. Aðgangur að Íslandi fyrir þig er sá að þú endurgreiðir allt sem þú náðir út úr kerfinu hér á landi. Að öðrum kosti skaltu halda þig í Noregi.
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl.
Já það mætti nú aldeilis segja það.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.1.2009 kl. 00:41
Ásgerður - ertu að hóta manninum??
Er það þannig sem þú rekur Fjölskylduhjálp Íslands? Hvenær varst þú skipuð dómari í málum Bjarna Ármannssonar? Ertu dómari í málum fleiri aðila?
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.1.2009 kl. 00:51
Sæl Ásgerður. Ekki vildi ég að þú værir dómari yfir mér. Mér finnst þú taka heldur stórt upp í þig varðandi Bjarna. Af hverju ætti hann að skila "öllu". Á hann að vinna launalaust eða hvað ertu að meina? Geta menn verið launalausir? kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:34
Sæll Ólafur, hvað kemur þetta FÍ við, skil ekki samhengið. Ég tel mig hafa rétt á því að hafa skoðun á fjárglæframönnum sem hafa komið þjóðinni í þá stöðu sem hún er komin í. Ef þér finnst í lagi að stór hluti þjóðarinnar hefur misst ævisparnað sinn vegna manna eins og Bjarna Ármannssonar þá virði ég skoðun þína. Hvort ég sé dómari í fleiri málum, þá skil ég ekki spurninguna. Ég tel mig ekki vera að dæma einn eða neinn ég er að lýsa skoðun minni.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 6.1.2009 kl. 12:01
Sæl flokkssystir, athugasemdir þínar eru ekki svaraverðar frekar en svo margt sem þú hefur sent frá þér í skrifuðu máli í bloggheimum.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 6.1.2009 kl. 12:05
Sæl Ásgerður. Við erum nú tvær hérna flokkssystur þínar eftir því sem ég best veit. Ég geri þó ráð fyrir að þú sért að meina mig í þessu kærleiksríka svari þó ég skili ekki hvað þú ert að meina. Þegar einhver segir að eitthvað sé ekki svara vert er það venjulega af því viðkomandi hafa ekki rök fyrir sínu máli. Mér er svosem sama þó þú svarir ekki umræðu sem þú efnir til sjálf. Ég efast ekki um að þú myndir örugglega skila öllu til baka en það er kannski bara vitleysa í mér eins og margt annað Með kveðju Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:16
Sæl Kolbrún, sé það megin markmið þitt að viðhafa deilur milli flokksmanna um hvað eina s.s. skoðanir einstakra aðila almennt, þá verð ég að játa, að ég kem ekki auga á tilganginn.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 7.1.2009 kl. 00:57
Sæl Ásgerður. Skoðanaskipti eru ekki deilur að mínu áliti og ég stóð í þeirri meiningu að við værum að skiptast á skoðunum um Bjarna Ármannsson og eftir því sem ég best veit er hann ekki í flokknum okkar. Ekki var ég að segja skoðun mína á þér sem persónu eða stofna til illdeilna við þig. Maður líttu þér nær segir einhversstaðar og það á ágætlega við núna. Með kveðju Kolbrún.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.1.2009 kl. 18:22
Nú er ég hissa, ég vissi ekki að Bjarni Ármannsson ætti svona marga vini. Hið rétta í málinu er að Bjarni endurgreiddi aðeins 240 milljónir og restin (130) kom sem endurgreiðsla frá skattinum (ríkið). En Bjarni þessi fór frá gamla Glitni með 7,1 milljarð króna svo nú hljóta menn að sjá hvað þetta er lítið hlutfall. Hitt er svo annað mál að miðað við að Bjarni sýndi smá lit og iðrun, enn sem komið er sá eini, þá fær hann nú prik fyrir það, en ef maðurinn er heiðarlegur þá vantar mikið uppá.
Skarfurinn, 14.1.2009 kl. 20:36
Sæll skarfur. Ekki eru allir viðhlæendur vinir eða hvað Mér finnst Bjarni eins og kamelljón sem tekur lit af umhverfinu. Áður vildu allir græða nú vilja menn iðrun og afsökunarbeiðnir. Hann er seigur strákurinn því verður varla á móti mælt.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:37
Sæl Kolbrún. Þú veist þá sennilega líka að kamelljónið skiptir bara um lit þegar það reiðist, held það eigi ekki við Bjarna blessaðann. En í alvöru talað finnst þér 240 milljónir af sjö þúsund og eitt hundrað milljónum virkilega nóg að gert ?
Skarfurinn, 15.1.2009 kl. 00:38
Nei það finnst mér ekki nóg. Hélt nú reyndar að kalmelljónið skipti um lit eftir ótta við æðstæður. þ.e. þegar það þarf að fela sig fyrir óvini sínum. Þá feli það sig í umhverfinu. Geðshræring, getur maður sagt það. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.