3.2.2009 | 21:19
Í Frjálslynda flokkinn og taka þátt í landsþinginu í mars.
Bjóða sig fram til forystu í Frjálslynda flokknum
Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir bjóða sig fram til forystu í Frjálslynda flokknum á komandi landsþingi flokksins 13. til 15. mars.
Guðrún María er skólaliði og aðstoðarmaður Grétars M. Jónssonar býður sig fram til formanns og Ásgerður Jóna, stjórnmálafræðingur og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, til varaformanns.
Við erum valkostur fyrir flokksmenn til umbreytinga og nýrrar sóknar þar sem Frjálslyndi flokkurinn hefur í sinni stefnumótun allt það sem þarf til að byggja nýtt Ísland. Réttlæti í orði, sé réttæti á borði, og ljós mannúðar og sanngirni verði vegvísir til framtíðar," segir í sameiginlegri tilkynningu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frjálslyndi flokkurinn er í raun ónotað tækifæri til að gera breytingar. En til að öðlast trúverðuleik þarf flokkurinn að móta heildarstefnu og taka upp opin prófkjör. Ég skrifað mínar hugmyndir hér:http://offari.blog.is/blog/offari/entry/789390 um það hvernig ég vildi færa byltinguna inn í flokkana. Og líka grófar (kannski óraunhæfar) hugmyndir að björgunaraðgerðum. Mér finnst hinsvegar landsþingið vera of nálægt kosningum til að geta gert einhverja byltingu.
Offari, 3.2.2009 kl. 21:38
Sæll Offari, vertu velkominn með þína krafta inn í Frjálslynda flokkinn. Flokknum veitir ekki af innblástri að utan.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 3.2.2009 kl. 21:53
Til hamingju með framboðið Ásgerður. Gangi ykkur vel.
Marta B Helgadóttir, 5.2.2009 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.