3.2.2009 | 21:46
Landsþing Frjálslynda flokksins í Reykjavík ???
Það skiptir gríðarlega miklu máli að landsþing Frjálslynda flokksins verði haldið í Reykjavík með glæsibrag þannig að sem flestir geti skráð sig í flokkinn og tekið þátt í að móta framtíðina. Fólk þarf að hafa í huga að skráningu þarf að vera lokið viku fyrir landsþing.
Vilja í forystu Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásgerður ég heyrði að búið væri að taka á leigu Hótelið í Stykkishólmi. Hefur þú ekki frétt það ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.2.2009 kl. 22:16
Mestu máli skiptir að nú er flokkurinn í sókn og vaxtarbroddurinn er í Stykkishólmi og nágrenni samkv. nýjustu frétt. Sú ákvörðun hefur verið tekin að halda landsþingið á Hótel Stykkishólmi. Dagsetningunni hef ég gleymt en öll 79 herbergi hótelsins eru frátekin fyrir fundinn.
Árni Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 22:22
Það er ekki kreppa hjá FF fólki það kostar um 10 þúsund fyrir flokksmannað nýta sér þau réttindi að á að kjósa á landsfundi.
Rannveig H, 3.2.2009 kl. 22:36
þetta atti að vera flokksmann.
Rannveig H, 3.2.2009 kl. 22:37
Ágerður, þessi flótti karlanna í FF til fjalla er þeim til skammar. Algjörlega fráleitt að þeir ráði þessu í því sem ætti að kallast lýðræðislegur flokkur.
Þetta er ekki það nýja Ísland sem fólkið kallar á. Enda skorar flokkurinn nú 2% í skoðanakönnunum.
Halla Rut , 3.2.2009 kl. 22:47
Sæl, nei það er ekki búið að ákveða hvar landsþingið verður haldið enda er það miðstjórnin sem ákveður það að mér skilst.
Það hafa fáir efni á að gista í Stykkishólmi því nóttin í sgl room er á rúm 11ooo krónur og dbl er á rúm 13.ooo krónur. Að fara vestur kostar alla veganna 30.000 krónur fyrir einstaklinginn.
Því er mikilvægt að þingið verði haldið í Reykjavík sökum kostnaðar.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 3.2.2009 kl. 22:53
Þeir eru búnir að panta upp öll herbergin í Stykkishólmi, Ásgerður. Aðeins útvaldir fá herbergi, Magnús Reynir sér um valið. Ætli þú mundir fá eitt?
Halla Rut , 3.2.2009 kl. 22:58
Sæl öll.
Varla er búið að ganga frá öllu áður en búið er að taka endanlega ákvörðun á miðstjórnarfundi, um staðsetningu !
Það verður mjög fámennt ef þetta verður í Stykkishólmi.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.2.2009 kl. 23:05
Þeim var neitað um kosningu um þetta á miðstjórnarfundi.
Halla Rut , 3.2.2009 kl. 23:19
Heilt hótel er skráð á FF varla er það útí loftið. Eitt er víst að lýðræði er ekki í hávegum haft hjá FF og hafi þeir skömm fyrir. Kannski ekki skrítið þó flokkurinn mælist ekki í pilsnerfylki.
Rannveig H, 3.2.2009 kl. 23:22
Sæl, Það myndi engri flokksforystu detta í hug í þeim aðstæðum sem Frjálslyndi flokkurinn er í dag að flytja flokksþingið burtu frá þeirri athygli sem þingið fengi ef það yrði haldi hér í Reykjavík og sem flestir gætu sótt. Ekki nema forystan vilji halda landsþing með 100 manns þá er kjörið fyrir þá að fara með það út á land. Vil ég benda á að landsþing Frjálslynda flokksins hefur ætíð verið haldið í Reykjavík.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 3.2.2009 kl. 23:45
Það kann að vera rétt hjá þér Rannveig mín þetta með styrkleika pilsnersins og fylgi flokksins. Hitt skiptir þó meira máli að þessi ákvörðun sem búið er að taka gefur mér vísbendingu um að þeir sem þar unnu að hafi verið undir áhrifum sterkari vímugjafa en sem nemur styrkleika pillans. Ég sé fyrir mér stórfrétt frá fundarlokum í Sjónvarpinu þar sem tekið verði viðtal við formanninn. Og að þar lýsi hann sterkum landsfundi flokksins sem gangi nú gunnreifur til kosninga með endurnýjað umboð forystunnar. Mikil eindrægni hafi ríkt á fundinum enda sé öll sundrung að baki.
Árni Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 23:53
Miðstjórn var búin að samþykkja að fela framkvæmdastjórn að finna fundarstað INNAN VIÐ 50 KM. FJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK.
Enda var það samdóma áliti flestra að flestir ættu auðveldast með að fá gistingu í Reykjavík, líka landsbyggðarfólkið.
Þóra Guðmundsdóttir, 4.2.2009 kl. 09:27
Hótel Stykkishólmur er bókað fyrir landsþingið hvort sem þið viljið trúa því eður ei.
Ég veit ekki hvenær tekið hefur verið tillit þær ályktanir sem teknar hafa verið á landsþingi eða í miðstjórn.
FF starfar eins og Ríkisstjoórrnin sem ekki tekur mark á Alþjóðadómstólum.
Þeir vilja ekki hafa fólk á þessum fundi sem er á öndverðu eyði við "Vestfjarðarelítuna".
Þeir munu borga fyrir "sitt" fólk í Stykkishólmi, verið viss.
Ég er alveg viss um að það verður gaman hjá þeim, enda fallegt í Stykkishólmi.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.2.2009 kl. 10:30
Það var rúmur meirihluti a síðasta fundi miðstjórnar fyrir því að halda fundinn í Reykjavík og því skoðast hún samþykkt.
Tillagan hljóðaði svona:
"Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins haldinn 31. janúar 2009 felur framkvæmdastjórn flokksins að halda landsþing helgina 6.-7. mars næstkomandi í Reykjavík."
Sigurður Þórðarson, 4.2.2009 kl. 15:17
Úps - við Tryggvi eigum bókað herbergi í Berlín þessa helgi, .. er ekki bara hægt að hafa miðstjórnarfundinn þar?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2009 kl. 20:37
Guðrún María, það verður fámennt en Góðmennt
Þóra Guðmundsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:15
Já Þóra, það má bóka það.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.2.2009 kl. 23:33
Munum bara að hvar sem tveir frjálslyndir eru saman komnir þar er einn hugur!
Og Jóhanna: Hvar sem frjálslyndir koma saman í Berlín byggja þeir eina sæng!
Þessa örlagaríku helgi sameinast öll heimsbyggðin í sátt og eindrægni, allt frá Stykkishólmi til Berlínar!
Árni Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 00:45
Mér finnst þessi skrif ykkar sanna sanna skrif Jóns Magnússonar í Morgunblaðinu í dag.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2009 kl. 14:01
Hvaða, hvaða.Hægt er að fá rútur í Hólminn fyrir 100.000 kr. stykkið. 50 manns í rútu gera 2000 fyrir manninn fram og til baka. Tíu rútur gera 500 manns.Allt pottþétt.Ásgerður og Guðrún María farastjórar ásamt aðstoðarfólki sem þær velja sér.Stöð 2 og Rúv á staðnum og með í för.Og sungið verður Fósturlandsins Freyja.Skemmtiferð sem allir munu slást um að komast í.Eflaust væri hægt að kynna ferðina hjá Ferðafélagi Íslands.Það verður blíða veður og ísland mun skarta sínu fegursta.Áfram konur , áfram ísland.Byrja strax að auglýsa ferðina.
Sigurgeir Jónsson, 6.2.2009 kl. 21:48
Vona bara að Guðjón lesi þetta ekki, svo hann hætti ekki við Hólminn.
Sigurgeir Jónsson, 6.2.2009 kl. 21:52
Mig þætti gaman að fá að heyra rökstuðninginn fyrir því að halda landsfundinn í Stykkishólmi...ef einhver vildi gjöra svo vel... Þá vil ég endilega vita hver ákvað þetta? Svo að lokum; er verið að reyna að ná fram einhverju með þessu sem annars tækist ekki í Reykjavík?
Atli Hermannsson., 12.2.2009 kl. 14:58
Já Atli, það mun nást lítill sérvalinn hópur sem þóknast !!!!
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.2.2009 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.