Er ljómi Sigfússona að dofna?

Það vekur athygli að Sigfússynirnir þrír hjá Sjóvá, Eimskip og Reykjanesbæ eru tíðir gestir á síðum blaðanna í tengslum við fjármagn og völd.  Er ljómi hinna íslensku Kennedyja að fölna?
mbl.is Húsleit hjá Samtökum atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Ásgerður Jóna Flosadóttir.

Ég skil ekki þín skrif, fyrir utan hvað þessi ameríska fjölskylda kemur þessu málefni við.

Fyrst er vita hvort menn eru sekir eða ekki. Ekki vera með aðdróttanir í garð fólks sem hefur ekkert unnið til þess.

það er alvarlegur hlutur ef fólk fer rangt með. Það vill enginn liggja undir röngum sökum. Ég tala ekki um að vera að blanda fjölskyldu fólki inn í þetta mál.

Þú verður að gæta þess hvað þú ert að gera. Þú blandar Árna Sigfússyni og Gylfa Sigfússyni og nafngreinir þá. Það er mín skoðun þessi orð þín eru alvarlegar ásakanir sem þú berð fram Ásgerður og hver er tilgangur með þessu veit ég ekki. Alla vega er það ekki þér til framdráttar frekar til minnkunar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 7.7.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Jóhann Páll ég sagði eftirfarandi í bloggi mínu:

Það vekur athygli að Sigfússynirnir þrír hjá Sjóvá, Eimskip og Reykjanesbæ eru tíðir gestir á síðum blaðanna í tengslum við fjármagn og völd.  Er ljómi hinna íslensku Kennedyja að fölna? tilv.lýkur.

Ef þetta fer svona fyrir bjóstið á þér, þykir mér það leitt.  Ég tala einungis um staðreyndir sem til umfjöllunnar eru á síðum fréttablaðanna og annað ekki, nema kannski Kennedyljómann, en það var nú bara skemmtileg samlíking í mínum huga. Ég geri ráð fyrir að þú styðjir Sjálfstæðisflokkinn stefnu hans og gjörðir, sem ég geri ekki.   En sem betur fer er málfrelsi á Íslandi.

Eigðu góðan dag og vonandi ertu sáttur við lífið og tilveruna og sjálfan þig.

Ásgerður Jóna

Sæll Viðar, hér erum við sammála.

kkv.

Ásgerður Jóna

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 7.7.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki frá því að sól fjármálaráðherrans sé að hníga

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóhann Páll Símonarson er ekki allt í lagi hjá þér?

Það er alveg ljóst að Þór Sigfússon var forstjóri Sjóvár og að stjórnendurnir misnotuðu bótasjóðinn. það þarf ekkert að ýja að neinu þar.

Árni Sigfússon er búinn að setja Reykjanesbæ á hausinn og vill nú selja auðlindaréttinn til útlendinga nánast fyrir slikk.

Þekki ekki til þriðja bróðursins en hann er ólíkur bræðrum sínum ef hann hefur gert eitthvað af viti þarna hjá Eimskip.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband