Maður reytir hár sitt af reiði.

Það liggur við að maður missi meðvitund við það eitt að horfa á fréttirnar.  Maður hugsar:  Vantar allt vit í okkur íslendinga?  Það er verið að dæla hundruðum milljarða hingað og þangað til að redda fyrirtækjum sem í raun ættu að fara í gjaldþrot og reisa ný upp frá grunni.  Skuldugir íbúðareigendur mega sitja heima í taugahrúgu, með magakrampa, geta hvergi sig hreift, allt upp í lofti, sambúðarfólk ákveður að skilja, splundra heimilinu, skítt með blessuð börnin sem fara mjög illa út úr þessu ástandi, bara að redda fyrirtækjunum.  Við þetta venjulega fólk verðum í skuldafjötrum næstu áratugina. Það er í lagi að afskrifa hundruð milljarða en ekki má setja túkall í að hjálpa skuldugum heimilum þessa lands.  Hvenær ætlum við að rísa upp og mótmæla.  Við þurfum gott og heiðarlegt fólk inn á Alþingi íslendinga, fólk sem hugsar um heildina en ekki útvalda hópa.  Hvenær mun þjóðin upplifa slíkt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Já....eða maður grætur úr sorg yfir þessu siðlausa liði sem stjórnar landinu. Það er mér um megn að skilja hvernig er verið að hundsa þarfir fólksins í landinu. Það eru mjög fáir inná alþingi sem eru að hugsa um fjölskyldur landsins. Hin venjulega skulduga íslending. Allavega sýna þeir það ekki í verki. Ömurlegt. Ég ætla ekki að festa mig og mína fjölskyldu í skuldafjötrum næstu áratugina. Þetta er ástand sem er óboðlegt og viðbjóðsleg framkoma gangvart fólkinu í landinu. Kræst hvað maður er búinn að fá mikið ógeð á þessum flokkum og svikapólitík. Skjaldborg um heimilin er mesta kosningasvindl í sögunni. Að með töldu ESB og Icesave svik VG.

Jón Svan Sigurðsson, 9.7.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband