Hér er mikilvæg lesning fyrir alla.

Jón Steinsson: Gagnsæi er trygging almennings fyrir því að spilling einkavæðingar endurtaki sig ekki

jon-steinsson.jpgJón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla, segir að enn sé of mörgum spurningum um endurreisn bankanna ósvarað. Mjög mikilvægt sé að stjórnvöld upplýsi um öll kjör ríkisins í samningum við kröfuhafa bankanna, enda sé gagnsæi eina trygging almennings fyrir því að saga síðustu einkavæðingar endurtaki sig ekki. Hann telur sýnt að á þeim tíma hafi akkelisarhæll einkavæðingar verið spilling.

Jón birtir sjónarmið sín í grein á Deiglunni, en hún er svohljóðandi:

“Samkomulag ríkisins og skilanefnda gömlu bankanna um uppgjör og eignarhald nýju bankanna er mikilvægt skref í endurreisn íslensks efnahagslífs. Sú stefna sem þar er mörkuð að kröfuhafarnir eigi kost á því að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti er mikið fagnaðarefni. Ef vel tekst til mun þessi stefna draga verulega úr útgjöldum ríkisins vegna hruns bankanna og einnig minnka áhættu ríkisins af því að vera eigandi stórs hluta bankakerfisins.

Stærsti kosturinn við þessa stefnu er hins vegar að með þessu er stórum hluta íslensks efnahagslífs aftur komið í hendur einkaaðila. Hefði ríkið átt alla þrjá bankana hefði í raun mjög stór hluti af atvinnulífi landsins verið kominn í hendur ríkisins með beinum eða óbeinum hætti. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru annað hvort gjaldþrota eða í „gjörgæslu“ hjá bönkunum. Bankarnir eru því svo gott sem eigendur þessara fyrirtækja. Hefði ríkið átt alla bankana hefði það því í raun átt stóran hluta af stærstu fyrirtækjum landsins. Eins og við þekkjum allt of vel þá hefði slíkt boðið upp á ævintýralega spillingu, ekki síst þegar frá liði og almenningur hætti að vaka yfir stjórnmálamönnunum með jafn virkum hætti og verið hefur síðustu mánuði.

En mörgum mikilvægum spurningum er ósvarað eftir lestur fréttatilkynningar ríkisstjórnarinnar frá því á mánudaginn:

1. Í fréttatilkynningunni kemur fram að ríkið muni leggja Íslandsbanka og Nýja Kaupþing til 138 ma.kr í hlutafé og að kröfuhafar (í gegnum skilanefndir gömlu bankanna) fái kauprétt á þessu hlutafé. En það kemur ekki fram hver kjörin eru á þessum kauprétti. Á hvaða verði eiga kröfuhafarnir rétt á því að kaupa þetta hlutafé?

2. Fram kemur að ríkið muni veita Íslandsbanka og Nýja Kaupþing, hvorum fyrir sig, 25 ma.kr. víkjandi lán. En aftur kemur ekkert fram um kjörin á þessu víkjandi láni. Hvaða vexti ber þetta lán? Hver er lánstímininn?

3. Ekkert er fjallað um verðmatið á eignunum sem færðar eru úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju sem liggur til grunvallar þessum samningi. Hvert er verðmat þessara eigna? Hver framkvæmdi það verðmat?

4. Í upphaflegri uppskiptingu FME á bönkunum var gert ráð fyrir því að nýju bankarnir afhentu gömlu bönkunum skuldabréf sem greiðslu fyrir eignir umfram skuldir sem færðar voru yfir í nýju bankana. Eru slík skuldabréf hluti af samningnum sem tilkynntur var á mánudaginn? Ef svo er, hversu há eru þessi skuldabréf, hvaða vexti bera þau og hver er lánstíminn?

Akkelisarhæll síðustu einkavæðingar bankanna var spilling. Gagnsæi er eina trygging almennings fyrir því að sagan endurtaki sig ekki hvað þetta varðar. Almenningur á skýlausa kröfu á stjórnvöld að þau veiti greinargóðar upplýsingar um kjör ríkisins í samningum við kröfuhafa bankanna.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband