14.8.2009 | 11:37
Við sem eru landlaus í pólitíkinni.
Það gagnast ekkert að stofna nýja flokka, gott dæmi Borgarahreyfingin. Við sem höfum mikinn áhuga á þjóðmálum en erum í dag landlaus flokkalega séð, getum snúið okkur að fjórflokknum og hafið breytingar þar innan frá. Ég hafði eytt löngum tíma og mikilli vinnu í flokksstarf Frjálslynda flokksins og gerði það af ánægju en gafst síðan upp að lokum og sagði mig úr flokknum eftir að hafa verið kosinn varaformaður Frjálslynda flokksins.
Þingmenn okkar hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað var það sem breyttist sovna frá kosningunni þar til þú sagðir af þér?
Landfari, 14.8.2009 kl. 18:40
Sæll Landfari, hvar á ég að byrja? Það yrði of langt mál að segja frá því hér. Borgarahreyfingin er Frjálslyndi flokkurinn í öðru veldi.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 14.8.2009 kl. 20:20
Meinarðu að Guðjón hafi stjórnað þessu eins og flokkurinn væri fyrir hann persónulega?
Mér finnst eftirjá að flokknum þó vissulega hafi hann haf áhrif á hina flokkana varðandi kvótúthlutunina. Mér finnst það samt vera, allavega enn sem komið er, meira í orði en á borði þeirra nýja afstaða.
Landfari, 15.8.2009 kl. 14:50
Sæll Landfari.
Ég býst við að ég hafi verið spör á yfirlýsingar mér til handa varðandi upplifun mína af FF, eftir að ég bauð mig fram til formanns fyrr á þessu ári, en aðferðafræðin sem ég upplifði má ef til vill færa fram í tveimur setningum.
" Var ýtt burt úr formennsku kjördæmafélags, eftir að bauð sig fram til formanns."
" Var ýtt út úr þriðja sæti lista á Suðurlandi, eftir að hafa verið beðin af þingmanni að taka það sæti, vegna þáttöku í stuðningshópi á Facebook, af formanni, þingmanni og kjördæmafélagi, sem þó ekki þekktu Facebook, enginn þeirra. "
Flokkurinn vildi ekki breyta um forystu, og áttaði sig ekki á nauðsyn þess á réttum tímapunkti, og viljinn til breytinga var enginn, því fór sem fór.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2009 kl. 02:56
Reynslan sýnir að nýjum framboðum gengur oft vel í kostningum. Dæmi um það eru Borgarahreyfingin, Frjálslyndi flokkurin, Kvennaframboðið, Borgaraflokkurinn og eldri slík framboð. Öll þessi framboð náðu inn mönnum og árangri sem var fram úr væntingum þeirra.
Framboðin hafa síðan leysts upp innanfrá (nema kannski kvennaframboðið). Ég tel vandamálið vera að fólk safnast í ný framboð vegna sameiginlegrar óánægju með eitthvað. Þegar kemur síðan að því að vinna saman kemur í ljós að skoðanir á því hvað menn vilja eru einfaldlega ólíkar.
Í gömlu fjórflokkunum er þetta á hinn veginn. Þeir hafa allir ákveðnar stefnur og þeir sem ganga í flokkana eru sammála þessum stefnum í megin dráttum. Fyrir kemur að einn og einn er það ekki en þeir hætta yfirleitt fljótlega.
Ný framboð þurfa að koma því á hreint fyrir hverju þau standa áður en farið er að safna félagsmönnum .
Georg Birgisson, 17.8.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.