5.2.2008 | 18:37
Fátæk börn fermast líka.
Nú er sá tími að renna upp að umsóknir um fermingastyrki berast til Fjölskylduhjálpar Íslands. Síðustu árin höfum við getað aðstoðað 10 fjölskyldur við undirbúning ferminganna og sömu upphæð höfum við á vori komanda. Hvert fermingarbarn fær 30.000 krónur sem gera 300.000 krónur á hverju vori. Það er mjög stór hópur lágtekjufólks sem þarf aðstoð við að ferma börn sín. Þeir sem sækja um fermingarstyrk til okkar þurfa að framvísa vottorði frá presti því til staðfestingar. Þeir sem eru aflögufærir mega leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands 101-26-66090 kt. 660903-2590. Því annars verður Það mjög erfitt að velja tíu börn úr 100 styrkumsóknum um fermingaraðstoð.
Sýnum náungakærleikann í verki.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Fjölskylduhjálp Íslands
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona aðstæður eru svo dapurlegar að mann setur hljóðan. Það væri svo gott að geta gert eitthvað gagn.
Markús frá Djúpalæk, 5.2.2008 kl. 18:51
Þetta hlýtur að vera erfitt í sumum fjölskyldum, sérstaklega í ljósi þess að fermingarvafstur er orðið algjörlega hömlulaust með 100 manna veislum og gjöfum sem nema tugum þúsunda. Frábært að það skulu vera samtök sem hafa það að markmiði að aðstoða þá sem þurfa aðstoð.
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:07
Sæl Ásgerður.
Það er því miður gjá milli ríkra og fátækra á Íslandi og þörfin fyrir aðstoð til handa fólki sem illa eða ekki kemst af í voru samfélagi rík.
Tek undir þín orð og hvet þá sem aflögufærir eru að leggja þessu máli lið.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 00:04
Þar sem ég er öryrki hef ég oft þurft að leita til ykkar og alltaf fengið góðar móttökur. Þessi starfsemi ykkar ætti í raun að vera á föstum fjárlögum. Hvernig getum við réttlætt það að styðja við margt sem verið er að gera í Afríku (Sem er auðvitað gott og blessað), á meðan stór hópur er af fólki hér á Íslandi sem á ekki fyrir daglegum nauðsynjum. Ber stjórnvöldum ekki skylda til þess að hugsa fyrst og fremst um eigin þegna.
Jakob Falur Kristinsson, 6.2.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.