16.4.2012 | 14:37
Mikið leitað til Fjölskylduhjálpar Íslands
Til okkar í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Keflavík kemur fólk sem ekki hefur getað greitt fyrir hjartalyf sín í þrjár vikur þegar það leitar til okkar. Söfnunarreikningur okkar er 546-26-6609, kt. 660903-2590.
Læknar leita til Hjálparstarfsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2011 | 11:41
Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands.
Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands eru ótrúlega duglegir að hringja í landsmenn vegna símasöfnunar sem nú stendur yfir. Sjálfboðaliðarnir samanstanda af yndislega góður og fórnfúsu fólki. Sjálfboðaliðum sem eru með stór og hlý hjörtu. Það er ekkert sjálfgefið að hafa þetta stóran hóp einstaklinga, konum og körlum á öllum aldri bæði í Reykjavík og á Reykjanesi til að halda úti jafn öflugu sjálfboðastarfi og Fjölskylduhjálp Íslands veitir í íslensku samfélagi. Við erum öll með svipaðar hugsjónir og þess vegna gengur starfið vel. Nú er hringt frá starfstöð okkar í Eskihlíðinni í Reykjavík þar sem unnið er á vöktum alla daga. Fjölskylduhjálp Íslands er að hefja níunda starfsár sitt. Mikið er tíminn fljótur að líða. Nú þurfa landsmenn að sýna samkennd og samhjálp í verki því allt of margir búa við erfiðan efnahag nú um stundir á Íslandi. Viðtreystum alfarið á fyrirtækin og einstaklingana í landinu. Hjálpið okkar að hjálpa öðrum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2011 | 13:21
Hvers vegna eru úttektarkort í matvöruverslanir ekki í boði hjá Fjölskylduhjálp Íslands?
Landsmenn velta þessu mikið fyrir sér og spurningum um þetta fáum við oft í hverri viku.
Markmið samtakanna er að hjálpa af kærleik og hugsjón flesum sem eru í neyð. Við treystum á einstaklinga og fyrirtækin í landinu sem styðja okkur með matvælum, fjármunum og fatnaði. Við verðum að fara vel með hverja einustu krónu sem inn á ráðstöfunarreikninginn kemur. Síðustu tólf mánuði úthlutuðum við yfir 24 þúsund matarúthlutunum og til að geta gert það koma úttektarkort ekki til greina. Með notkun úttektarkorta gætum við aðeins hjálpað 10 % þeirra sem leita til okkar. Hvað eigum við að gera fyrir hinar 90 % fjölskyldna sem enga aðstoð fá? Hér tek ég dæmi um einn úthutunnardag. Við úthlutum til 1140 fjölskyldna. Ef þessar fjölskyldur fengju hver um sig 10.000 króna úttektarkort kostaði þessi eini dagur samtökin 11.4 00.000 króna, já 11.4 milljónir króna. Fyrir þá upphæð getum við keypt matvörur fyrir heila þrjá mánuði og aðstoðað yfir 11 þúsund fjölskyldur, já þú last rétt, kæri lesandi, 11 þúsund fjölskyldur. Auðvitað er það miklu þægilegra að úthluta úttektarkortum, sleppa við allt erfiðið sem fylgir því að úthluta matvörum, losna við allan undirbúninginn, allan burðinn og skipulagið og þurfa aðeins að sinna viðtölum við skjólstæðinga. Hjálparstarf snýst ekki um þægindi heldur snör handtök, stuttar boðleiðir og mikla afkastagetu. Við getum ekki leyft okkur slíkt, því peningarnir eru ekki til og okkur ber að gera eins mikið úr hverri krónu og mögulegt er og að hjálpa sem flestum heimilum sem búa við allt of þröngan kost og munu búa við slíkt ástand næstu misserin. Þið sem eruð aflögufær þá er söfnunarreikningur Fjölskylduhjálpar Íslands 546-26-6609, kt. 660903-2590. Jólahátíðin er á næsta leiti.
3.9.2010 | 19:21
Kyrrstöðusamninga líka fyrir okkur hin.
1.9.2010 | 23:12
Góðar fréttir frá Indlandi.
Opnaði sendiráð Indlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf að finna raunhæfa lausn í ákveðnu máli.
Fjölskylduhjálp Íslands þarf mun stærra húsnæði fyrir starfsemina til að þeir sem til okkar leita líði vel og þurfi ekki að standa úti í biðröðum. Þurfum húsnæði þar sem fólk getur beðið inni í hlýjunni og fengið sér kaffi, leikhorn fyrir börnin. Húsnæði þar sem fólk fer inn á einum stað og út á öðrum. Húsnæði með salernisaðstöðu fyrir okkar gesti, húsnæði með aðgengi fyrir fatlaða og svo margt, margt fleira. Þetta er mitt vandamál. Er búin að tala við Jón Gnarr borgarstjóra en ekkert gengur. Er ráðþrota. Er öllum sama um þá fjölmörgu sem búa við fátækt hér á landi? VETUR ER Í NÁND.
26.7.2010 | 22:28
Svona eru bæjarstjórar valdir
Nýr bæjarstjóri í Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2010 | 13:21
100 krónu söfnun Fjölskylduhjálpar Íslands
30.6.2010 | 22:06
Missir Fjölskylduhjálp Íslands húsnæðið 1. september n.k.?
Missir Fjölskylduhjálp Íslands húsnæðið 1. september
n.k. í Eskihlíðinni? Hvað gerum við þá? Neyðumst við, til að horfa fram hjá þeirri gríðarlegu útbreiddu fátækt sem er á Íslandi?
28.4.2010 | 17:27
530 fjölskyldur fengu matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands í dag
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar