Þurfum nýja sýn

Skýrslan er komin. Nú þurfum við íslendingar nýja sýn á umhverfið. Hver ætti sú sýn vera?  Það getur ekki talist eðlilegt að þegar einstaklingar koma út úr skólakerfinu og ráða sig í störf innan stjórnsýslunnar að þeir starfi þar alla sína starfsævi.  Slíkt fyrirkomulag er ávísun á spillingu. Ef ríkisstjórnin meinar það sem hún segir varðandi hreinsanir innan stjórnkerfisins eru eftirfarandi  byrjunarskref í áttina að því.  

1.        þingmenn sem sitja á Alþingi íslandinga í dag og tengjast  efnahagshruninu og eða eru kúlulánþegar  segi  af sér þingmennsku og varamenn taki við.    

2.       Setja ætti í lög um  að kjörnir þingmenn geti lengst setið á þingi í tvö kjörtímabil í senn og færu þá til  starfa innan einkageirans. 

3.       Eftir  fjögur ár í störfum hjá einkageiranum gætu þeir( fyrrum þingmenn) boðið sig fram aftur ef þeir kjósa svo.

4.       Setja þarf ný lög um embættismenn og stjórnendur innan stjórnkerfisins.

5.        Embættismenn og stjórnendur innan stjórnkerfisins verði ráðnir til fimm ára  og fari síðan út í einkageirann og starfi þar næstu fimm árin.  Eftir þann tíma geta þeir sótt um störf innan stjórnsýslunnar ef áhugi er fyrir hendi.

 

 Breytingar sem þessar gætu komið að einhverju leiti í veg fyrir áframhaldandi  spillingu  sem ríkt hefur hér á landi og ekki sér fyrir endann á.

 

Tilmæli til stjórnmálaflokkanna.  Takið ykkur tak og skiptið út fólki og hleypið nýju blóði að.


Fjölskylduhjálp Íslands upplýsingaveita fyrir erlenda fjölmiðla

Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið og er upplýsingaveita fyrir erlenda fjölmiðla.  Það líður ekki svo miðvikudagur að einhver erlendur fjölmiðill vilji koma og kynna sér aðstæður þeirra sem minna mega sína í þjóðfélaginu.  Sumir fjölmiðlar eyða miklum tíma í þessa dagskrárgerð.  Sænska sjónvarpið var hjá okkur í gær og í dag.  Sjónvarpsstöð frá Tókýó var hjá okkur í dag.  Þá kom dagskrárgerðarmaður frá BBC í Skotlandi til okkar í dag.  Það er ánægjulegt og líka dapurlegt að upplýsa þær aðstæður sem efnalítið fólk býr við hér á landi í dag.  Við höfum tekið á móti meira en 50 erlendum fjölmiðlum s.l. ár.  Erlendir fjölmiðla virðast vita hvar þeir eiga að bera niður eftir upplýsingum um veruleikann á Íslandi.

Íslensk stjórnvöld taki David Cameron til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Það er athyglivert að á meðan stór hópur þjóðarinnar á ekki fyrir mat ganga þingmenn að niðurgreiddum matarborðum í sölum Alþingis íslendinga.  Það er líka merkilegt að víða um land borða opinberir starfsmenn niðurgreiddan mat í mötuneytum á sínum vinnustöðum.  Er ekki eitthvað mikið að?
mbl.is Þing og ráðherrar spari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur Jóhann, vaknaður.

Staðan á Íslandi er nú þegar grafalvarleg.  Við búum nú við litla sem enga framtíðarsýn.  Í Guðs bænum vaknaðu Steingrímur Jóhann.  Andleg heilsa þjóðarinnar er við frostmark.
mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður mjög hæfur til starfans.

Það væri happ fyrir íslensku þjóðina ef Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður yrði valin í eitt þriggja embætta sjálfstæðra saksóknara.  Þar væri réttur maður á réttum stað.
mbl.is 11 sóttu um saksóknaraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlitsstofnanir, hvar voru þær?

Það er ekki eitt, það er allt sem gengur nú yfir þjóðina.  Það virðist ekkert hafa virkað í stjórnkerfinu.  Stjórnmálastéttin klikkaði og flestar þær stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar virkuðu ekki.
mbl.is Skulduðu yfir þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrabílar óþarfir í 300 þúsund manna samfélagi.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ráðherra hafa bíl og bílstjóra til að keyra sér á milli staða.  Mér hefur fundist þetta hálf hlægilegt fyrirbæri í okkar litla samfélagi.  Ráðherrar geta ekið sjálfir á milli staða á eigin bílum.  Þeir eiga að geta lagt hvar sem er þó ekki með því að skapa hættu í umferðinni.  Þeir gætu verið með merki í glugga bílsins líkt og öryrkjar nema þar stæði ráðherra.  Hættum þessum flottræfilshætti og spörum í leiðinni. Margt smátt gerir eitt stórt.


Jóhanna og Steingrímur, nú takið þið í taumana og afnemið þennan gjörning eða látið af störfum.

Ég trúir því ekki að félagshyggjustjórnin láti þetta viðgangast.  Skilanefnd bankans er vanhæf.  Maður vaknar með óbragð í munninum á hverjum morgni.  Það er farið með okkur þegnana eins og eitthvert rusl, afgangsstærðir.  Við megum kveljast andlega vegna hækkunar íbúðalána meðan ótrúlegar afskriftir eiga sér stað í bankakerfinu.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ek á bíl sem er árgerð 1996

Ég snattast um bæinn á Litlu Ljót sem er Póló árgerð 1996 og ætla mér ekki að selja hann ( bílinn).  Ætla mér að keyra hann út.  Litla Ljót fær skoðun á hverju ári en að sjálfsögðu held ég öllu við nema útlitið á henni er orðið frekar dapurt.  Litla Ljót nýtist mér vel á milli staða í borginni og svo eyðir hún eins og saumavél.


mbl.is Samdrátturinn 75,68%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkrinu

Ánægjulegar fréttir berast frá Blönduósi þar sem möguleikar eru á því að Greenstone reisi risastórt gagnaver. Mjög jákvæðar frétti. Tvö þúsund einstaklingar hverfa þá af atvinnuleysisskrá.


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband