9.9.2009 | 18:51
Fjölskylduhjálp Íslands upplýsingaveita fyrir erlenda fjölmiðla
Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið og er upplýsingaveita fyrir erlenda fjölmiðla. Það líður ekki svo miðvikudagur að einhver erlendur fjölmiðill vilji koma og kynna sér aðstæður þeirra sem minna mega sína í þjóðfélaginu. Sumir fjölmiðlar eyða miklum tíma í þessa dagskrárgerð. Sænska sjónvarpið var hjá okkur í gær og í dag. Sjónvarpsstöð frá Tókýó var hjá okkur í dag. Þá kom dagskrárgerðarmaður frá BBC í Skotlandi til okkar í dag. Það er ánægjulegt og líka dapurlegt að upplýsa þær aðstæður sem efnalítið fólk býr við hér á landi í dag. Við höfum tekið á móti meira en 50 erlendum fjölmiðlum s.l. ár. Erlendir fjölmiðla virðast vita hvar þeir eiga að bera niður eftir upplýsingum um veruleikann á Íslandi.
Það er athyglivert að á meðan stór hópur þjóðarinnar á ekki fyrir mat ganga þingmenn að niðurgreiddum matarborðum í sölum Alþingis íslendinga. Það er líka merkilegt að víða um land borða opinberir starfsmenn niðurgreiddan mat í mötuneytum á sínum vinnustöðum. Er ekki eitthvað mikið að?
![]() |
Þing og ráðherrar spari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 09:55
Steingrímur Jóhann, vaknaður.
Staðan á Íslandi er nú þegar grafalvarleg. Við búum nú við litla sem enga framtíðarsýn. Í Guðs bænum vaknaðu Steingrímur Jóhann. Andleg heilsa þjóðarinnar er við frostmark.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar