Frjálslyndi flokkur þarf byr undir báða vængi

Nú um stundir ára illa í okkar litla þjóðfélagi og mun svo gera næstu misserin.  Varla er hægt að hugsa þá hugsun til enda þegar fjölskyldur hér á landi lenda í greiðsluþrotum vegna þess ástands sem nú ríkir um stundir.  Eitt er víst að ef Frjálslyndi flokkurinn fær nægilegt fylgi í næstu kosningum hvort sem um er að ræða í kosningum til Alþingis eða til borgar og sveitastjórnar þá mun ég svo sannarlega beita mér fyrir réttri forgangsröðum með útdeilingu fjármagns.  Ég myndi byrja á að skera niður í ríkisapparatinu sem hefur bólgnað út  svo um munar.  Ég myndi líta á Ísland sem fyrirtæki með hagsmuni allra í huga enn ekki fárra útvalinna.  Við sem byggjum Ísland eigum að njóta þeirra efnislegra gæða sem landið býr yfir. 

Með páskakveðjum

Ásgerður Jóna Flosadóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þrjú hundruð þúsund íbúar.

Á Íslandi búa yfir þrjú hundruð þúsund íbúar.  Þetta er álíka og meðal stór breiðgata í New York.  Hægt vari að reka Ísland eins og fyrirtæki með  góðum stjórnendum.  Ef stjórnendur standa sig ekki eru þeir látnir taka  poka sína.   Hér er dæmi um óábyrga stjórnendur.  Nú á að skera niður um 200 miljónir í löggæslu á Keflavíkurflugvelli, en á sama tíma eru eignir á Keflavíkurflugvelli fyrrum hersvæði seldar með 14 miljarða króna afslætti.  Hvað segir þetta okkur.  Það þyrfti hvergi að skera niður í  nauðsynlegri þjónustu ef eignirnar á Vellinum hefðu verið seldar að eðlilegu verði.  Í Bandaríkjunum hefðu slíkir stjórnendur verið látnir víkja með mikilli skömm.

kkv.


Á blaðinu stóð 1.725.000 krónur.

Eins og alla miðvikudaga var úthlutun á matvælum  hjá Fjölskylduhjálp Íslands.  Eitt stakk mig beint í hjartastað er kona ein bað um viðtal við mig sem og hún fékk eins og allir sem óska þess.  Kona þessi er einstæður öryrki með tvö börn.  Ég hitti konu þessa sem stóð hágrátandi með 7 ára dóttur  sína sér við hlið og hélt á blaði  sem hún sýndi mér.  Þessi kona hefur ekki getað farið til tannlæknis í mörg ár sökum fátæktar.  Afleiðingarnar eru þær að hún á erfitt með að borða sökum þess hversu tennur hennar eru ill farnar.  Á blaðinu  sem var áætlun frá tannlækni stóð talan 1.725.000 krónur.  Konan hágrét fyrir framan mig og spurði hvort við gætum hjálpað henni.  Hvað er hægt að gera í stöðu sem þessari?  Því miður höfum við ekki fjármagn til hjálpar við slíkar aðstæður.  Svona er Ísland í dag.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður

Fjölskylduhjálpar Íslands


AFGANGSSTÆRÐIR ÞJÓÐFÉLAGSINS.

Í dag er ég orðlaus.  Af hverju fara ráðamenn þjóðarinnar illa með þá sem minna mega sín?   Vita þjóðirnar í kringum okkur hvernig í raun er farið með alla þá fjölmörgu öryrkja, geðfatlaða, eldri borgar og annað fátækt fólk hér á Íslandi? 

 

Ásgerður Jóna Flosadóttir,formaður

Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum


Fátæk börn fermast líka.

Nú er sá tími að renna upp að umsóknir um fermingastyrki berast til Fjölskylduhjálpar Íslands.  Síðustu árin höfum við getað aðstoðað 10 fjölskyldur við undirbúning ferminganna og sömu upphæð höfum við á vori komanda.  Hvert fermingarbarn fær 30.000 krónur sem gera 300.000 krónur á hverju vori. Það er mjög stór hópur lágtekjufólks sem þarf aðstoð við að ferma börn sín.  Þeir sem sækja um fermingarstyrk til okkar þurfa að framvísa vottorði frá presti því til staðfestingar.  Þeir sem eru aflögufærir mega leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands 101-26-66090  kt. 660903-2590.  Því annars verður Það mjög erfitt að velja tíu börn úr 100 styrkumsóknum um fermingaraðstoð. 

Sýnum náungakærleikann í verki.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Fjölskylduhjálp Íslands


Sögu skal ég segja.

Nú byrja ég að segja ótrúlega sögu á bloggi mínu sem staðið hefur yfir hátt í fjóra áratugi og stendur enn. Þessum söguþræði hef ég fylgst með s.l. 30 ár. Þið bætið við eins og þið teljið að sagan sé.  Eftir það  kem ég með næsta þráð úr sögunni góðu og svo koll af kolli.  Áhugavert verður að lesa hversu nálægt bloggara komast að veruleikanum.

 

Það var upp úr 1960 að sex barna móðir í austurbænum varð ekkja.  Þrjú elstu börnin voru farin að heiman og ekkjan því ein með þrjú börn.  Ekkjan sem ég kalla hér Ásdísi og maður hennar höfðu verið þokkalega stæð á þess tíma mælikvarða, áttu sína blokkaríbúð og eftirlét hinn látni eiginmaður hennar atvinnutæki  sem hann hafði unnið með í áraraðir. 

Nokkrum árum síðar varð maður í vegi hennar og  feldu þau hugi saman.  Manninn kalla ég Krissa Guð.  Hann hafði skilið við konu sína sem var mikil drykkjukona og áttu þau þrjú börn.  Ekki  leið á löngu þar til Krissi Guð flutti inn á sex barna ekkjuna í austurbænum.  Það sem Krissi Guð kom með í búið var eldgömul Cortína sem var að því komin að hrynja en aðrar eigur hans komust fyrir í einum plastpoka.

Þá átti Krissi Guð hlut í fyrirtæki sem hann starfaði við og ég kalla hér Djússalan h.f. en á þessum tíma stóð Djússalan mjög höllum fæti, nánast gjaldþrota. 

 

Nú eigið þið næsta leik.


Seðlabankinn styður starfið um 100 þúsund krónur.

Fengum bréf frá Seðlabanka Íslands í dag þar sem okkur er tjáð að bankinn ætli að styðja starfið um 100 þúsund krónur fyrir þessi jól, og færum við bankanum innilegar þakkir fyrir.  En Guð minn góður, í dag sóttu yfir 115 fjölskyldur um matarstuðning. Gátum afgreitt 115 fjölskyldur en þá var líka allt matarkynns búið og aðrir urðu frá að hverfa.  Af þessum 115 fjölskyldum sem afgreiddar voru í dag voru 15 af erlendum uppruna.  Að baki erlendu fjölskyldnanna voru 44 einstaklingar.

Viðskiptaráðherra í opinbera heimsókn.

Hinn frábæri viðskiptaráðherra okkar, Björgvin G. Sigurðsson mun koma í opinbera heimsókn til Fjölskylduhjálpar Íslands að Eskihlíð 2 - 4  miðvikudaginn 14. nóvember kl. 14.30.  Ráðherrann ætlar að kynna sér starf hjálparsamtakanna sem er mjög yfirgripsmikið og allt unnið í sjálfboðastarfi.  Er það mikill heiður að fá viðskiptaráðherra Íslands í heimsókn því það vekur ætíð mikla athygli sem aftur leiðar af sér að menn verða gjafmildari og muna eftir þeim mikla fjölda sem sækir aðstoð til Fjölskylduhjálpar Íslands vikulega.  Og nú eru jólin í námd og þá veitir ekki af stuðningi frá landanum og fyrirtækjunum í landinu.

Hjartans þakkir til þín Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.


Viðskiptaráðherra afhendir þakkarbréf.

Næsta vika verður annasöm því Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mun verða með móttöku fyrir Fjölskylduhjálp Íslands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu n.k. þriðjudag kl. 14.00.  Þangað verður boðið fulltrúum allra þeirra fyrirtækja sem studdu hjálparstarfið okkar árið 2006 í samsæti en þar mun viðskiptaráðherra ásamt verndara okkar henni Röggu Gísla afhenda þakkarbréf til  fyrirtækjanna.  Stuðningur fyrirtækjanna skiptir Fjölskylduhjálp Íslands miklu máli því án fyrirtækjanna gæti starfið ekki þrifist. 

Slík athöfn á sér stað árlega hjá FÍ.  Þakkarbréfin vöru hönnuð okkur að kostnaðarlausu fyrir nokkrum árum og það er Háskólafjölritun Fálkagötu sem gefur okkur prentunina núna eins og í fyrra.

Við þurfum á allri hjálp að halda því við erum að úthluta á annað tonni af matvælum vikulega, alla miðvikudag. 


Afmæli í dag.

Það er ekki slæmt að eiga sama afmælisdag og Þórhallur í Sjónvarpinu og hin heimsfræga leikkona Demi  More, öll erum við sporðdrekar.  En sem sagt ég á afmæli í dag og líkar það bara vel. Þakka hvern afmælisdag sem ég á.  Ég man náttúrulega ekki hversu ung ég er í dag enda skiptir það ekki máli.  Það er heilsan sem skiptir máli á öllum aldursstigum.  Fjölskyldan krefst þess að koma í heimsókn með blóm og fínerí en því miður, get ekki tekið á móti því ég náði mér í kvef í Indlandi um daginn hvar ég dvaldi í 10 daga.

Bóndinn til 32 ára vill að sjálfsögðu gleðja ástina sína í dag, en ég afgreiddi það mál á Indlandi er ég keypti forkunnar fagran gullhring með svörtum indverskum steini sem heitir  indverska svarta stjarnan.  Það getur verið erfitt að gefa konum gjafir sem eiga allt, þ.e. eiga það sem þær vilja eiga.

Ég mun verja deginum í rúminu því næsta vika verður mjög annasöm hjá mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 72530

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband