Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslenska Kvennalandsliðið í Íshokkí var að vinna sigur á Tyrkjum í Rúmeníu.

Rétt í þessu var að ljúka leikur á milli íslenska Kvennalandsliðsins í Íshokkí og þess tyrkneska.  Okkar stúlkur unnu glæsilega með 9 mörkum gegn O.  Stelpurnar okkar í Íshokkí standa sig frábærlega.

Áfram stelpur.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Nýr framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins?

Las á blogginu um daginn að búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík. Þar sem undirrituð situr í Miðstjórn flokksins kom þetta mér spánskt fyrir sjónir, þar sem ekkert hefur verið rætt um slíka stöðu á fundum Miðstjórnar.  Engar slíkar fréttir hafa birst á heimasíðu flokksins varðandi umrædda ráðningu. Hitt er annað mál að nýverið heyrði ég að búið væri að ráða starfsmann á vegum kjördæmafélaganna í Reykjavík í tvo klukkutíma hvern virkan dag með aðstöðu í félagsheimili okkar að Skúlatúni 4 í Reykjavík.  Mér er mjög umhugað um að lýðræðisleg vinnubrögð  séu hvarvetna í heiðri höfð.  Mér vitanlega er það Magnús Reynir Guðmundsson sem er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

 


Lífssaga Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur

Fyrir utan að lesa lagaskruddurnar mínar um páskana hef ég verið að lesa sögu merkilegrar baráttukonu, hún heitir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkakona og verkalýðsforingi.  Þetta er mögnuð ævisaga konu sem elst upp við ótrúlegt basl og fátækt kreppuáranna, eignast börn og þarf að sjá á bak þeim, á við veikindi að stríða, er í vonlitlu hjónabandi og er ótrúlega óheppin á margan annan hátt.  Hún spratt fram á kvennafrídaginn 1975 með kröftugri ræðu á útifundinum á Lækjartorgi og varð eins konar samnefnari tugþúsunda kvenna sem vildu berjast fyrir jafnrétti og réttlæti.  Þetta er góð lesning fyrir alla.   Við höfum konur í nútímanum sem berjast fyrir jafnrétti en hvar er fólkið á Íslandi sem vill berjast fyrir réttlæti í okkar þjóðfélagi í dag?

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Við vorum úthrópuð.

Við í Frjálslynda flokknum vildum fyrir síðustu kosningar að allir þeir sem óskuðu eftir að koma til landsins til starfa og til langframa sýndu sakavottorð, við vildum að aðbúnaður væri góður og laun þeirra yrðu markaðslaun og að þessu fólki væri hjálpað við að aðlagast íslensku þjóðfélagi.  Við vorum úthrópuð Rasistar.  Nú súpum við seiðið af þessum tvískinnungi.  Ég hvet alla til að kynna sér stefnuskrá Frjálslynda flokksins.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.


Íslenska landsliðið í Íshokký vann Rúmena.

Var að fá símtal  frá Flosrúnu Vöku sem spilar nú með íslenska Íshokký landsliðinu í Rúmeníu.  Stelpurnar okkar unnu Rúmena með 4 mörkum gegn 3 í leiknum sem var að ljúka.  Glæsilegt hjá þeim.

Íslenska páskalambið það besta í heimi.

Nú var að ljúka árlegu páskaboði fyrir fjölskylduna hjá mér og hvað haldið þið að hafi verið á boðstólnum. Nú enn ekki hvað, að sjálfsögðu íslenskt gæða páskalamb með bearnessósu.  Ég er snillingur í að matreiða íslenska lambið svo ég segi nú sjálf frá.  Ég hugsa um lambakjötið í viku áður enn ég matreiði það.  Kaupi það frosið eða ófrosið, læt það vera til skiptis á eldhúsborðinu eða í ísskápnum í um vikutíma.  Steiki það síðan í ofni og út kemur mjúkt lambið með ólýsanlegu bragði.  Bóndinn er afbrags sósumeistari og gerði þessa ekta fínu bearnessósu, þá er ég ekki að tala um eitthvað pakkadrasl heldur sósa unnin frá grunni.  Hversu holl sósan er læt ég liggja milli hluta en nokkrum sinnum á ári gerir engum illt

Það er eins gott að svona veislumatur sé sjaldan á borðum, nú tekur við brauð og vatn næstu daganna þar til ég sættist við vigtina.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Er þjóðin að eignast bankana aftur?

Það skyldi þó aldrei vera að þjóðin eignaðist bankana aftur eftir alla þá jarðskjálfta sem gengið hafa yfir fjármálmarkaðinn undan farið.  Hvað nánasta framtíð ber í skauti sér, veit enginn.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Prinsessan að koma heim.

Yndislega prinsessan mín  Flosrún Vaka 23 ára dóttir min kemur brátt heim til Íslands eftir ævintýralega tveggja ára dvöl í Danmörku.  Þessa stundina er hún að keppa með íslenska landsliðinu í Íshokky í Rúmeníu og rétt í þessu heyrði ég í henni símleiðis þar sem íslenska landsliðið var að gera sig klárt fyrir fyrsta leikinn á mótinu.  Eftir dvölina í Rúmeníu heldur hún til Danmerkur og þaðan fer hún með danska liðinu Herlev í keppnisferð til Parísar. Hún varð danskur meistari með Herlev  annað árið í röð nú í mars.  Nú kemur hún heim í maí og mun hefja háskólanám  í haust.

Mars2008 019

Mikið má maður vera þakklátur fyrir að eiga heilbrigð og góð börn

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Mótið stefnuna með okkur.

Félagsmálanefnd Frjálslynda flokksins er að störfum þessar vikurnar við að vinna að stefnumálum okkar er varðar Fjölskylduna, börnin og nærþjónustu.  Hverjar eru óskir ykkar í þessum málaflokki.  Látið okkur endilega vita hvað það er sem þið teljið að bæta megi í okkar þjóðfélagi og Frjálslyndi flokkurinn mun gera allt sem hann getur til að uppfylla óskir ykkar.

Með páskakveðjum til ykkar allra,

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Selur maður eignir sínar á hálfvirði?

ÉG fullyrði að enginn vilji selja eignir sínar á hálfvirði.  Það getur ríkið gert í óþökk flestra landsmanna.  Eignir landsmanna á fyrrum varnarsvæði voru seldar á hálfvirði.  Hvernig má það vera að við fólkið í landinu mótmælum ekki slíkum gjörningum?  Að hugsa sér að þar fóru 14 milljarðar í hundskjaft.  Þjóðin hefði getað nýtt þetta fjármagn í að eyða biðlistum barna sem þurfa á greiningu að halda, við hefðum getað aukið löggæsluna á Keflavíkurflugvelli og svona gæti ég lengi talið upp.  Látum ekki bjóða okkur slíka stjórnsýslu.  Mótmælum.

Með páskakveðjum,

Ásgerður Jóna Flosadóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband