Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.7.2009 | 10:28
Hér er mikilvæg lesning fyrir alla.
Jón Steinsson: Gagnsæi er trygging almennings fyrir því að spilling einkavæðingar endurtaki sig ekki
Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla, segir að enn sé of mörgum spurningum um endurreisn bankanna ósvarað. Mjög mikilvægt sé að stjórnvöld upplýsi um öll kjör ríkisins í samningum við kröfuhafa bankanna, enda sé gagnsæi eina trygging almennings fyrir því að saga síðustu einkavæðingar endurtaki sig ekki. Hann telur sýnt að á þeim tíma hafi akkelisarhæll einkavæðingar verið spilling.
Jón birtir sjónarmið sín í grein á Deiglunni, en hún er svohljóðandi:
Samkomulag ríkisins og skilanefnda gömlu bankanna um uppgjör og eignarhald nýju bankanna er mikilvægt skref í endurreisn íslensks efnahagslífs. Sú stefna sem þar er mörkuð að kröfuhafarnir eigi kost á því að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti er mikið fagnaðarefni. Ef vel tekst til mun þessi stefna draga verulega úr útgjöldum ríkisins vegna hruns bankanna og einnig minnka áhættu ríkisins af því að vera eigandi stórs hluta bankakerfisins.
Stærsti kosturinn við þessa stefnu er hins vegar að með þessu er stórum hluta íslensks efnahagslífs aftur komið í hendur einkaaðila. Hefði ríkið átt alla þrjá bankana hefði í raun mjög stór hluti af atvinnulífi landsins verið kominn í hendur ríkisins með beinum eða óbeinum hætti. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru annað hvort gjaldþrota eða í gjörgæslu hjá bönkunum. Bankarnir eru því svo gott sem eigendur þessara fyrirtækja. Hefði ríkið átt alla bankana hefði það því í raun átt stóran hluta af stærstu fyrirtækjum landsins. Eins og við þekkjum allt of vel þá hefði slíkt boðið upp á ævintýralega spillingu, ekki síst þegar frá liði og almenningur hætti að vaka yfir stjórnmálamönnunum með jafn virkum hætti og verið hefur síðustu mánuði.
En mörgum mikilvægum spurningum er ósvarað eftir lestur fréttatilkynningar ríkisstjórnarinnar frá því á mánudaginn:
1. Í fréttatilkynningunni kemur fram að ríkið muni leggja Íslandsbanka og Nýja Kaupþing til 138 ma.kr í hlutafé og að kröfuhafar (í gegnum skilanefndir gömlu bankanna) fái kauprétt á þessu hlutafé. En það kemur ekki fram hver kjörin eru á þessum kauprétti. Á hvaða verði eiga kröfuhafarnir rétt á því að kaupa þetta hlutafé?
2. Fram kemur að ríkið muni veita Íslandsbanka og Nýja Kaupþing, hvorum fyrir sig, 25 ma.kr. víkjandi lán. En aftur kemur ekkert fram um kjörin á þessu víkjandi láni. Hvaða vexti ber þetta lán? Hver er lánstímininn?
3. Ekkert er fjallað um verðmatið á eignunum sem færðar eru úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju sem liggur til grunvallar þessum samningi. Hvert er verðmat þessara eigna? Hver framkvæmdi það verðmat?
4. Í upphaflegri uppskiptingu FME á bönkunum var gert ráð fyrir því að nýju bankarnir afhentu gömlu bönkunum skuldabréf sem greiðslu fyrir eignir umfram skuldir sem færðar voru yfir í nýju bankana. Eru slík skuldabréf hluti af samningnum sem tilkynntur var á mánudaginn? Ef svo er, hversu há eru þessi skuldabréf, hvaða vexti bera þau og hver er lánstíminn?
Akkelisarhæll síðustu einkavæðingar bankanna var spilling. Gagnsæi er eina trygging almennings fyrir því að sagan endurtaki sig ekki hvað þetta varðar. Almenningur á skýlausa kröfu á stjórnvöld að þau veiti greinargóðar upplýsingar um kjör ríkisins í samningum við kröfuhafa bankanna.
21.7.2009 | 14:44
Við erum varnarlaus en eitt getum við gert. Notum þetta vopn.
21.7.2009 | 13:37
Þjóðin mun trillast, brjálast ef
21.7.2009 | 12:28
Er það nokkur furða.
Þingmenn framsóknar áhyggjufullir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 19:32
Þurfum að kunna á íslenska lambakjötið.
Íslenskt lambakjöt er fyrsta flokks í heiminum í dag að mínu mati. Þvílík gæði og þvílíkt bragð. Við þurfum að kunna á lambakjötið íslenska. Það kemur fyrir að maður fer í matarboð og gestgjafinn kann ekki að meðhöndla hið góða lambakjöt, ber það fram þurft og bragðlaust. Var að snæða ljúffengan lambahrygg eins og ég geri stundum. Tók lambahrygginn út úr frysti fyrir viku síðan og fjarlagði umbúðir, lét hann þiðna á eldhúsborðinu í tvo daga, skolaði hrygginn til að fjarlægja blóðið, setti hann síðan inn í ísskápinn í fjóra daga og að lokum var hann á eldhúsborðinu síðasta daginn áður en hann fór í ofninn. Þá var löguð bernaise sósa frá grunni úr íslensku smjöri, íslenskum eggjum auk krydds sem var pipar og bernaise essens. Þá var borið fram íslenskt grænmeti og bakaðar íslenskar kartöflur. Íslenskur landbúnaður þarf ekki að hræðast ESB. Veljum íslenskt, það er svo gott.
19.7.2009 | 12:45
Icesave ekki inn í myndinni fyrr en
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2009 | 22:12
Hvað hafa Björgólfarnir á stjórnmálastéttina?
9.7.2009 | 20:40
Maður reytir hár sitt af reiði.
Það liggur við að maður missi meðvitund við það eitt að horfa á fréttirnar. Maður hugsar: Vantar allt vit í okkur íslendinga? Það er verið að dæla hundruðum milljarða hingað og þangað til að redda fyrirtækjum sem í raun ættu að fara í gjaldþrot og reisa ný upp frá grunni. Skuldugir íbúðareigendur mega sitja heima í taugahrúgu, með magakrampa, geta hvergi sig hreift, allt upp í lofti, sambúðarfólk ákveður að skilja, splundra heimilinu, skítt með blessuð börnin sem fara mjög illa út úr þessu ástandi, bara að redda fyrirtækjunum. Við þetta venjulega fólk verðum í skuldafjötrum næstu áratugina. Það er í lagi að afskrifa hundruð milljarða en ekki má setja túkall í að hjálpa skuldugum heimilum þessa lands. Hvenær ætlum við að rísa upp og mótmæla. Við þurfum gott og heiðarlegt fólk inn á Alþingi íslendinga, fólk sem hugsar um heildina en ekki útvalda hópa. Hvenær mun þjóðin upplifa slíkt?
9.7.2009 | 18:36
Hvað með erlend tryggingarfélög?
Hefðu ekki getað tekið við viðskiptavinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 15:56
Er ljómi Sigfússona að dofna?
Húsleit hjá Samtökum atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar