Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Við sem eru landlaus í pólitíkinni.

Það gagnast ekkert að stofna nýja flokka, gott dæmi Borgarahreyfingin.  Við sem höfum mikinn áhuga á þjóðmálum en erum í dag landlaus flokkalega séð, getum snúið okkur að fjórflokknum og hafið breytingar þar innan frá. Ég hafði eytt löngum tíma og mikilli vinnu í flokksstarf Frjálslynda flokksins  og gerði það af ánægju en gafst síðan upp að lokum og sagði mig úr flokknum eftir að hafa verið kosinn varaformaður Frjálslynda flokksins. 
mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll félags og tryggingaráðherra illa upplýstur á Útvarpi Sögu í morgun

Það kom mér verulega á óvart er ég hlustaði á Útvarp Sögu í morgun þar sem Árni Páll sat fyrir svörum er hlustandi spurði hann um misræmi við greiðslu á nefskatti til Rúv.  Hann gat ekki svarað því hvers vegna eldri borgarar greiddu ekki nefskattinn en öryrkjar þurfa að standa skil á slíkum skatti.  Fylgist ráðherrann ekki með kjörum þessara hópa.  Er gjáin virkilega orðin svona mikil á milli stjórnmálastéttarinnar og almennings.  Ég spyr?

Þá fagna ég samstarfi íslendinga við Serious Fraud Office við rannsókn á íslenska hruninu.  Eva Joly er himnasending fyrir okkur íslendinga.


mbl.is Rannsókn í samvinnu við SFO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flytjum inn pólska lækna.

Því ekki að flytja inn pólska lækna vegna yfirvofandi læknaskorts hér á landi.  Lenti í bráðauppskurði í Póllandi á dögunum og fékk frábæra umönnun í vikutíma.  Þar í landi eru mjög færir læknar sem vildu örugglega koma til Íslands til starfa og innleiða sparnað m.a. í íslensku heilbrigðiskerfi.  Margt kom mér á óvart meðan á dvöl minni stóð á sjúkrahúsi í Póllandi og við gætum tekið upp ýmislegt frá þeim í sparnaðarskyni.
mbl.is Æ erfiðara að fá heilsugæslulækna til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá fyrst verða menn brjálaðir.

Getur það verið að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði hægt að sækja nokkurn mann til saka vegna ófullkomins stjórnkerfis þar sem menn sitja í áratugi í stóli ráðuneytis- og skrifstofustjóra auk ófullkominna  lagagerðar í landinu? Þá fyrst verða allir brjálaðir.


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð með þátt á Útvarpi Sögu í dag kl.15.00

Í þættinum Fólk og fyrirtæki mun ég spjalla við Magnús Steinþórsson gullsmið og ævintýramann.  Magnús býður landsmönnum upp á að kaupa gull bæði gamalt og nýtt.  Hvernig hefur þjóðin tekið   slíku boði?  Heyrið allt um það í dag á Útvarpi Sögu 99.4  kl. 15.00. 

Þvílík grimmd, þvílík mannvonska

Hvernig má þetta vera?  Hvernig getum við íslendingar synjað fjölskyldum að sameinast.  Þetta er mikil sorgarsaga, og okkur íslendingum til skammar.  Er virkilega til slík grimmd og mannvonska hér á landi.  Bjóðum Sama og manni hennar velkomin til Íslands og það strax.
mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svelt í samdrætti og líka í góðæri, gengur formúlan upp?

Það er ótrúlegt að okkar góða lögregla á höfuðborgarsvæðinu skuli hafa verið í fjárhagslegu svelti í góðæri.  Ástandið í dag er ekki boðlegt þeim og þjóðinni.  Það hlýtur að vera mikið að við fjármálastjórn ríkisins og borgarinnar.
mbl.is Lögregla komst ekki í útköll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegt

Það þarf að vera friður um Alþingi Íslands. Skynsamlegt að gera hlé á þingfundum og nýta tímann í störf þingnefnda. Þjóðin þarf virkilega á hvíld að halda.
mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært fólk í viðtali hjá mér á Útvarpi Sögu í dag. Þátturinn endurfluttur í kvöld

Var með þátt á Útvarpi Sögu í dag kl.13.00. Gestir mínir voru Helga María Bragadóttir og sonur hennar Bragi Smith. Þau reka frábæra verslun sem heitir LínDesign og er að Laugavegi 176. (gamla sjónvarpshúsinu). Þau bjóða upp á frábæra íslenska hönnum á rúmfatnaði, meiriháttar gæði. Þátturinn verður endurfluttur í kvöld á 99.4 á Útvarpi Sögu. Hér er að ferðinni frábær mæðgin sem bæði eru rekstrarhagfræðingar að mennt og vita hvað þau eru að gera.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband