Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.1.2009 | 20:20
Embættismenn nú hugsi
Að þetta sé að gerast gæti fengið mann til að gráta. Það er ekki eitt það er allt. En skýringin verður eins og alltaf, við lærum af þessu. Ja dýr skal lærdómurinn verða. Við erum að tala um 25 milljarða.
25 milljarða króna greiðsla týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 18:27
Hættum að greiða af fasteignalánum. Við vorum blekkt.
Tek undir með Ólafi bæjarstjóra á Seyðisfirði að hvetja fólk til að hætta að borga af lánum sem það mun aldrei geta greitt upp. Heimilin hafa tapað öllu eigin fé í húseignum sínum. Aðrir hafa tapað mest öllu sínu sparifé. Nei takk, hingað og ekki lengra. Stjórnvöld verða að koma til móts við heimilin í landinu.
Voru samningarnir partur af „svikamyllu“? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 00:05
Nei, Bjarni Ármannsson þú skilar öllu til baka.
Ef Bjarni Ármannsson heldur að þjóðin taki hann í sátt vegna 370 milljóna endurgreiðslu, þá reiknar hann en og aftur vitlaust. Aðgangur að Íslandi fyrir þig er sá að þú endurgreiðir allt sem þú náðir út úr kerfinu hér á landi. Að öðrum kosti skaltu halda þig í Noregi.
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 23:13
Danir eiga að gera kröfur í aðrar eigur Pálma
Það er með ólíkindum hvernig þessir menn spila á kerfið. Nú ættu Danir að gera kröfur í aðrar eignir Pálma Haraldssonar. Hann skilur eftir sig 20 milljarða slóða í Danaveldi á sama tíma og hann á Iceland Express og var líklega að kaupa Ferðaskrifstofu Íslands. Í Bandaríkjunum væri maður eins og hann kominn á bak við lás og slá.
Háar kröfur í bú Sterling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 21:17
Tek undir með Frjálslynda flokknum
Það kom fram í kvöldfréttum Rúv að Guðjón Arnar formaður Frjálslynda flokksins væri alfarið á móti því að þjóðin greiddi icesave skuldirnar. Deilur við Breta eru eina vitið í málinu frekar en að skuldsetja þjóðina áratugi fram í tímann. Rúv var eina stöðin sem vaktli athygli á ummælum formanns Frjálslynda flokksins.
Icesave-lánakjörin enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 12:36
Styrmi í formannsstól Sjálfstæðisflokksins
Tek undir hvert orð Styrmis, loksins talar maður með hagsmuni þjóðarinnar í huga.
Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2008 | 20:58
Hvar er Interpol eða FBI?
Maður er orðlaus, hvað þarf að gerast hér á landi til að menn átti sig á stöðu mála? Ríkisstjórn Íslands á að kalla til rannsóknardeildir Interpol eða FBI til að rannsaka bankahrunið hér á landi. Hvað stendur í veginum? Ef Frjálslyndi flokkurinn kæmist að völdum á Íslandi yrði þetta hans fyrsta verk í ríkisstjórn. Því get ég lofað.
Engar ólögmætar færslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 19:20
Kæri Geir, nú köllum við FBI til starfa
Nú held ég að krafan verði hjá þjóðinni að íslenska ríkistjórnin kalli til rannsóknarstarfa Alríkislögregluna FBI. Ekki hægt að sætta sig við annað.
27.12.2008 | 19:09
Og þeir eru enn að stjórna bankanum
Það er með ólíkindum, hvernig stjórnkerfið virkar. Þrír mánuðir síðan og þeir sem millifærðu þessar gríðarlegu upphæðir frá landinu hafa haft 12 vikur til að koma milljörðunum fyrir kattarnef. Dæmi ef brotist væri inn í stórfyrirtæki í Reykjavík, rannsókn hæfist 12 vikum seinna. Vilja menn yfirleitt ekki ná brotamönnum hér á landi. Meðaljónin á götunni stæði sig betur en ríkisstjórn íslands í þessum málefnum.
Rannsaka millifærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 21:24
Geir, loka nokkrum sendiráðum
Málið dautt og allir ánægðir.
Standa undir gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar