Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslendingar alltaf jafn duglegir.

Ég óska foreldrum til hamingju með erfingjana.  Megi góður Guð varðveita nýju einstaklingana því þeir munu erfa hið nýja Ísland.
mbl.is 26 jólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þegar hafa 505 fjölskyldur fengið jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Síðasti úthlutunardagur er í dag, gerum ráð fyrir að á þriðja hundruð fjölskyldna leiti eftir jólaaðstoð í dag hjá félaginu.

Yfir 800 fjölskyldur munu fá jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þessi jól.  Fjölskylduhjálp Íslands hefur aðeins örfáar milljónir úr að spila yfir allt árið.  Það hefur verið yndislegt að upplifa hvað þjóðin stendur á bak við starfið.  Fyrirtækin í landinu hafa stutt vel við bakið á okkur í viðleitni sjálfboðaliða við að létta undir með íslenskum fjölskyldum sem búa við kröpp kjör.   Fyrir hver jól hafa nokkrir þingmenn komið að starfinu með því að hjálpa til við jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands. Viljum við sérstaklega þakka DV fyrir góðan stuðning og ber blaðið af öllum fjölmiðlum í landinu fyrir stuðninginn.  Í dag er síðasti úthlutunardagur fyrir jólaaðstoð og erum við vel í stakk búnar og munu allir þeir sem fá sína jólaaðstoð fara frá okkur með bros á vör.  Hjá Fjölskylduhjálp Íslands er úthlutað alla miðvikudaga allt árið vikulegri mataraðstoð til hundruða fjölskyldna.  Þeir sem vilja styðja starfið er bent á bankareikning FÍ sem er 101-26-66090  Kt. 660903-2590.


Þorgerður seldu rás 2 og sjónvarpið

Það má vel vera að launin séu of há segir Þorgerður Katrín.   Þegar laun útvarpsstjóra voru hækkuð um 100 % mótmæltu margir en ráðamenn hlustuðu ekki. Þorgerður seldu rás 2 og sjónvarpið, þú ert ráðherra þess flokks sem aðhyllist einkarekstur.  Starfaðu í anda flokksstefnunnar.
mbl.is Launin kannski of há
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munum ekki öðlast traust með þessa ríkisstjórn

Ég held að flestum mönnum sé orðið það ljóst að það þýðir ekki að senda núverandi ríkisstjórn út í heim  sem fulltrúar þjóðarinnar til að byggja upp trúverðugleika og traust á alþjóðavettvangi.  Hvenær sjá þeir ljósið?  Úr því sem komið er verður að boða til kosninga.  Hvað er forseti Íslands að hugsa?
mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að þagga niður í Frjálslynda flokknum

Það er ótrúlegt að upplifa þá þöggun sem Frjálslyndi flokkurinn þarf að líða hjá fjölmiðlum hér á landi.  Hvar er lýðræðið?  Nýjasta dæmið er í Mannamáli s.l. sunnudagskvöld þar sem fjallað var um stjórnmálaflokkana en ekki minnst einu orði á Frjálslynda flokkinn.  Þvílík skömm fyrir Stöð 2 og Sigmund Erni umsjónarmann þáttarins.  Ég segi, segjum upp áskriftinni að Stöð 2, sjónvarpssöð sem aðhyllist ekki lýðræði.

Frjálslyndi flokkurinn einn flokka sem

Frjálslyndi flokkurinn er einn flokka sem skipaði fulltrúa í bankaráð út frá faglegum forsendum og hæfni viðkomandi.  Ólafur Ísleifsson hagfræðingur var skipaður í bankaráð fyrir hönd Frjálslynda flokksins.  Ólafur hefur aldrei tengst Frjálslynda flokknum.

Var í viðtali við BBC útvarpið í gær.

Ég átti viðtal við BBC útvarpið í gær, menn eru gapandi yfir stjórnsýslunni hér á landi.  Umheimurinn er að átta sig á því hvers konar ríkisvald hefur ríkt hér s.l. áratugina.  Nú er menn að klúðra samskiptum sínum við IMF.  Fólk kallar eftir því að ríkisstjórnin segji af sér, en hún hundsa kröfur þjóðarinnar eins og venja er á þeim bænum.  Sorglegt.
mbl.is Samskipti við IMF í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir blaðamenn forvitnast um fátækt á Íslandi

Það er ýmislegt sem rekur á fjörur okkar hjá Fjölskylduhjálp Íslands.  Finnskur blaðurmaður á við mig langt viðtal um fátæktina á Íslandi í síðustu viku.  Hann var hér fyrir hönd blaðs í magasín stíl og er gefið út í milljóna eintaka á öllum Norðurlöndunum.   Í dag liggur fyrir að ég mæti í blaðaviðtal hjá blaðamönnum frá japönsku stóru fréttablaði þar í landi.  Mér skilst að ég muni eiga mörg slík blaðviðtöl í vændum þar sem erlendir blaða og fréttamenn vilja fá fréttir af fátækt á Íslandi.

Hvaðan komu eignir Pálma og Jóhannesar í fons?

Hafa menn velt því fyrir sér hvaðan fjármunir komu og hvernig Pálmi og Jóhannes í fons urðu efnaðir.  Góð spurning ekki satt.   Hvernig væri nú að menn færu í að athuga þau mál.

Pálmi og Co þjóðinni til skammar

Þessi framkoma Páma og Jóhannesar í fons er fyrirlitleg og okkur íslendingum til mikilla skammar í Danmörku.  Þetta er nú hið íslenska viðskiptasiðferði.  Það fer hrollur um mig.  Þessir aðilar eiga miklar eignir og því á að ganga að þeim að fullri hörki.  Launakröfur eiga ekki að lenda á danska ríkinu.  Svei þeim.


mbl.is Farþegum neitað um endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband