Kaupþing gjaldþrota í Bretlandi, en samt á að bjarga þeim hér á Íslandi

Ég velti efnahagsástandinu mikið fyrir mér og þá sérstaklega s.l. þrjú ár.  Í mínum vinahópi hefur það legið fyrir að útrásarfurstarnir  voru að leika sér að þjóðinni með gervipeninga.  Það sem er ámælisvert er hversu yfirvöld hafa verið sofandi.  Nú ætlar ríkisstjórnin að bjarga Kaupþingi á Íslandi til að auka en frekar á erfiðleika þjóðfélagsins.  Hvað getum við gert?  Það er ekki hlustað á þegnana.  Hvað eru yfirvöld að hugsa með því að hafa stjórnendur bankanna en að störfum. Hvaða skynsemi er í því.


Stjórnvöld hafa niðurlægt þjóð sína með tómlæti.

Íslendingar eru duglegt fólk sem þarf og hefur þurft að vinna myrkrana á milli til að ná endum saman þó að stjórnmálamenn hreyki sér af því að Ísland sé fimmta ríkasta landið í heimi.  Gárungarnir segja að þeir sem eru við stjórnvölinn á Íslandi hugsi aðeins um eigin hag og afkomu sína. Ég ítreka en og aftur, við þurfum aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins strax í dag.


Látum hryðjuverkamennina og konurnar ekki sleppa úr landi.

Nú er mikilvægt að yfirvöld komi í veg fyrir að þau sem settu landið í þrot fari  ekki af landi brott.  Fréttir berast að einhverjir hafi nú þegar farið af landinu.

Bretar munu ekki sækja Ísland heim.

Bretar hafa verið duglegir að heimsækja Ísland.  Eftir atburði dagsins mun þeim sjálfsagt fækka verulega með ófyrirséðum afleiðingum.

Ítreka en og aftur, við þurfum á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.


Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í þágu íslendinga, hvers vegna ekki? Hafa íslenskir stjórnmálamenn eitthvað að fela?

Það vekur athygli meðal þjóðarinnar hvers vegna ríkisstjórn íslands vill ekki þiggja aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Að mati margra eru skýringar eftirfarandi:

Höfum eftirfarandi í huga.

1.  Stjórnmálamenn missa völdin um stundarsakir.

2.  Sérfræðingar Alþ.gjald.sjóðsins taka þjóðina í gjörgæslu.

3.  Þeir munu flétta ofan af þeirri hrikalegu spillingu sem ríkir hér á landi.

4.  Þeir munu skera fituna burt af íslensku stjórnkerfi.

5.  Við íslendingar munum í framhaldinu fá heilbrigt og réttlátara samfélag.

Góðir íslendingar, í Guðs bænum vaknið.


Bloggfærslur 8. október 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband