Hvers vegna Stykkishólmur?

Opið bréf til Guðjóns Arnars Krisjánssonar formanns Frjálslynda flokksins.Frjálslyndi flokkurinn átti 10 ára afmæli s.l. haust. Flokkurinn fékk tvo menn á þing fyrir 10 árum og árið 2003 og 2007 fjóra þingmenn kjörna. Samt sem áður er flokkurinn í dag með 1.5% fylgi í könnunum.  Hvernig má það vera spyrja margir? Stefnuskrá flokksins er framsækin fyrir land og þjóð
  • Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um frelsi einstaklingsins, lýðræði og mannréttindi.
  • Frjálslyndi fllokkurinn vill kvótann aftur til þjóðarinnar.
  • Frjálslyndi fllokkurinn vill gera landið að einu kjördæmi.
  • Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna.
  • Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um íslenskan landbúnað.
Það virðist sem forysta fokksins skorti áhuga á að stækka flokkinn, efla innra starf flokksins og hleypa nýju fólki að. Það liggur ljóHvernig bregst forystan við nýju framboðunum? Jú, hún ákveður að flýja til fjalla með þingið. Það þarf ekki flokksmenn til að sjá að hér er verið að hindra endurnýjun á forystu flokksins. Landsþing í Stykkishólmi á kosningaári, þýðir minni aðsókn, og minni athygli. Allt virðist helst miðast við að engin endurnýjun verði og sömu menn haldi um valdataumana í flokknum, hvað sem það kostar. Hvað veldur ? Ósk um póstkosningu meðal flokksmanna um kjör í embætti flokksins fékk dræmar undirtektir en sú ósk var sett fram í ljósi þess að fjöldi félaga í flokknum hafði látið í ljósi andstöðu sína við staðsetningu þingsins.  Hvað veldur Guðjón Arnar að engin í forystunni sér né hlustar á kall flokksmanna um breytingar? Þýðir eitthvað að safna undirskriftum Guðjón Arnar ? Við viljum sjá Frjálslynda flokkinn opinn og lýðræðislegan flokk þar sem hver getur nýtt sinn lýðræðislega rétt sem flokksmaður í stjórnmálaflokki.  Guðjón Arnar, hver er þín sýn á hið nýja Ísland?                         

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Ásgerður Jóna !

Um leið; og ég samfagna ykkur, með brotthvarf Heimdellingsins, Jóns Magnússonar, úr flokki ykkar, hlýt ég að spyrja.

Hvers vegna ekki, Stykkishólmur ?

Eftir það; sem á undan er gengið, finnst mér rétt að minna þig á, að Reykjavík hefir glatað hlutverki sínu, sem höfuðstaður okkar lands; algjörlega. Dramb; sem drýldni Reykvízkra, margra, í garð okkar landsbyggðarmanna sannar það bezt.

Hví; mættu pláss, eins og Stykkishólmur,, eða þá Hvammstangi eða Flúðir, jafnvel, ekki taka við hlutverki Reykjavíkur, með náttúrulega, talsvert minni skriffinsku og báknum, en verið hafa, syðra ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Óskar, málið snýst um að ná til sem flestra og útbreiða hina góðu stefnu sem Frjálslyndi flokkurinn býður upp á og það gerir maður með því að halda landsþingið í Reykjavík, Reykjavík er enn sem komið er höfuðborg landsins.  Ég vil upplýsa þig að ég er ættuð frá Fáskrúðsfirði í föðurætt og frá Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi í móðurætt.  Ég er mikil landsbyggðarkona og styð það fullkomlega að halda landsþing út á landi, bara ekki á kosningarári..

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 15.2.2009 kl. 14:50

3 identicon

Heil og sæl; á ný !

Met mikils; góðar artir, sem kenndir góðar, til lands - fólks og fénaðar, svo og uppruna þinn, Ágerður Jóna.

Hvar ég er jú; íhaldssamur fauskur, af gamla skólanum, mátti ég þó til, að koma þessarri meiningu minni, hér að ofan, á framfæri, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Óskar Helgi, alltaf ánægjulegt þegar fólk skiptist á skoðunum, takk fyrir þínar.

Hafðu góðan dag

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 15.2.2009 kl. 15:30

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar minn, ég hef einmitt heyrt margar kvartanir frá landsbyggðafólki sem þarf að fljúga til Reykjavíkur og setur ekki gist þar hjá ættingjum heldur þarf að taka bílaleigubíl vestur á Stykkishólm og gista þar á hóteli ef það fær inni vegna þess að þar eru bara 79 herbergi.  Þetta er ekki gert til hagræðis heldur þvert á móti til óhagræðis svo forystan eigi möguleika á endurkjöri, sem hún á annars ekki.

Sigurður Þórðarson, 15.2.2009 kl. 15:48

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Viðar Helgi - í hvaða klíku ert þú?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.2.2009 kl. 20:11

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta hér að ofan var svona hálferður brandari, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég tek undir þennan pistil þinn Ásgerður Jóna. Verð að viðurkenna að ég þekki þig ekki persónulega þó við höfum hist nokkrum sinnum - en dugnaður þinn og framkvæmdasemi er augljós svona utan frá séð og þú virðist koma hlutunum í verk. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.2.2009 kl. 20:17

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Viðar, þú segir ekki allan sannleikann. Síðastliðið haust samþykkti miðstjórn "æðsta valdið" að þingið skyldi haldið í Reykjavík eða innan 50. km. frá Reykjavík. Var það ekki síst  með hag landsbyggðarfólksins í huga. Þetta er því miður ekki í eina skiptið sem gengið er þvert á vilja miðstjórnar. Eina ástæðan fyrir staðarvalinu er ótti forystunnar að missa völdin.  Fegurð staðarins kemur því ekkert við.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:55

9 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Samkvæmt mínum heimildum verður boðið uppá rútu frá Reykjavík til Stykkishólms og til baka um kvöldið, þannig ég sé ekkert því til fyrirstöðu fyrir það landsbyggðarfólk sem engingu hefur inní hús að venda í höfuðborginni að það einfaldlega Gisti í borginni og nýti sér þessar rútuferðir á milli.

Hvort sem það er kosningaár eða ekki held ég að það sé mjög heilbrigt að reyna að efla landsbyggðina og að flokkurinn sýni að við höfum trú á því að það sé líf utan höfðaborgarinnar.

Ef smá rútuferð eða örlítil auka keyrsla er of mikið fyrir manneskju sem vill breytingar er greinilegt að það vantar eitthvað uppá viljann. 

Það sem ég held að fari mest fyrir brjóstið á þeim sem vilja hafa þetta í Reykjavík er að  það gerir alla smölun mun erfiðari og kannski nánast ómögulega, mun erfiðara að fá fólk til að skrá sig í flokkinn keyra til Stykkishólms til að skekkja úrslit kosninga. 

Ég hef alla trú á því að hver 1 og einasti hugsandi frjálslyndur láti fjarlægðina ekki stöðva sig heldur taki því fagnandi að komast aðeins úr stressinu í borginni og njóti þess að taka þátt í góðum umræðum í fallegu umhverfi sem á örugglega eftir að vinna með okkur í ákvarðanatöku

P.s. Svo það sé á hreinu þá bý ég á reykjanesinu og hef hugsað mér að taka rútuna úr bænum, og ég á enga ættingja á Stykkishólmi og þarf að mæta í fermingu hjá bróðursyni mínum á Sunnudagsmorguninn. Þetta eru bara ekki hlutir sem ég set fyrir mig.

Björn Júlíus Grímsson, 16.2.2009 kl. 12:52

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég sé ekkert athugavert við að halda landsþingið í Stykkishólmi.  Það þjappar bara fólki betur saman þegar allir gista á sama stað og getur betur rætt framtíð flokksins

Jakob Falur Kristinsson, 21.2.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband