Ég þakka Guði fyrir allt þetta góða fólk.

Hvert stefnir Ísland?  Hverjir eru framtíðar möguleikar okkar sem búum hér á landi?  Við þessu eru engin svör.  Við bíðum milli vonar og ótta og getum okkur ekki hreift.  Þetta er eins og versta martröð.  Hvernig gátu ákveðnir peninga gráðugir einstaklingar gert þjóð sinn þetta?  Það er óskiljanlegt.

Sem sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands horfir maður fram á svarta framtíð.  Á miðvikudaginn var sóttu 197 fjölskyldur um mataraðstoð og það margfaldað með 2.5 þá hafa það verið 742 einstaklingar sem nutu úthlutunar þann daginn.

Fjöldi nýrra andlita, fólk sem ætíð hefur séð fyrir sér og sínum, en nú getur það ekki lengur.  Fólk með brostnar vonir, fólk sem er örvæntingarfullt og skilur ekki hvað hafi komið fyrir litla góða Ísland.

Þennan dag fékk hver fjölskylda fjóra fulla haldapoka af matvælum.  Það var yndislegt að geta úthlutað nýjum fiski, kjötfarsi og folaldakjöti til allra auk mjólkurvara, brauði, kartöflum, rófum, eggjum og góðum pakkasúpum.  Allir fóru glaðir frá borði.  Þegar við héldum heim kl. 18.00 eftir erfiðan dag var nánast allt búið og matarbúrið tómt.

Ég hef það á minni könnu að sjá til þess að matarbúrið sé fullt fyrir hvern miðvikudag og það er ekki laust við að maður sé stundum með kvíðahnút í maganum þegar hver miðvikudagur rennur upp.  Nokkur tonn af matvælum verða að vera komin í hús fyrir þann dag.

Með mér starfar yndislegur 20 til 25 manna hópur sem deilir sömu hugsjón og ég.  Þetta dásamlega fólk mætir hvern miðvikudag kl. 12.00 og stendur vaktina til kl. 18.00.  Ég þakka Guði fyrir allt þetta góða fólk sem gefur vinnu sína ár eftir ár í þágu þeirra sem minna mega sín.

Mikill ágangur hefur verið frá erlendum fjölmiðlum sem óska eftir viðtölum við mig vegna efnahagshrunsins og hef ég reynt að mæta þeim óskum.  Það er tímafrekt að fara í þessi viðtöl og eru viðtölin orðin yfir 20 talsins við sjónvarps og útvarpsstöðvar auk blaða og tímaritaviðtala síðustu þrjá mánuðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 72338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband