9.9.2009 | 18:51
Fjölskylduhjálp Íslands upplýsingaveita fyrir erlenda fjölmiðla
Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið og er upplýsingaveita fyrir erlenda fjölmiðla. Það líður ekki svo miðvikudagur að einhver erlendur fjölmiðill vilji koma og kynna sér aðstæður þeirra sem minna mega sína í þjóðfélaginu. Sumir fjölmiðlar eyða miklum tíma í þessa dagskrárgerð. Sænska sjónvarpið var hjá okkur í gær og í dag. Sjónvarpsstöð frá Tókýó var hjá okkur í dag. Þá kom dagskrárgerðarmaður frá BBC í Skotlandi til okkar í dag. Það er ánægjulegt og líka dapurlegt að upplýsa þær aðstæður sem efnalítið fólk býr við hér á landi í dag. Við höfum tekið á móti meira en 50 erlendum fjölmiðlum s.l. ár. Erlendir fjölmiðla virðast vita hvar þeir eiga að bera niður eftir upplýsingum um veruleikann á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.