Sigurður Einarsson í Kaupþingi harmar upplýsingaflæði frá bönkunm. Þjóðin má ekki vita um spillinguna. Við íslendingar krefjumst að allar lánabækur bankanna verði strax gerðar opinberar.

Sigurður Einarsson Kaupþingsmaður er ekki hress með þær upplýsingar sem þjóðinni hefur borist til eyrna.  Við íslendingar förum fram á að lánabækur bankanna verið gerðar opinberar.  Snekkja Bakkabræðra verði tekin  nú þegar eignarnámi og eldri borgurum þessa lands verði boðið í einnar sæluviku dvalar í senn í lúxussnekkjunni. Eldri borgarar þessa lands eiga það svo sannarlega skilið.

Við getum látið stjórnmálamenn axla ábyrgð.

Við íslendingar búum við lýðræði, svolítið skekkt lýðræði en lýðræði þó.  það er í höndum okkar kjósenda hverjir munu vinna fyrir okkur eftir næstu kosningar.  Gerum breytingar, breytingar er nauðsynlegar aldrei sem fyrr.  Sýnum afkomendum okkar að við getum breytt Íslandi.  Eru það trúarbrögð að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?  Nei því vil ég ekki trúa.  Við þurfum ríkisstjórn sem hugsar um fólkið sitt, hag þess og velsæld.  Það er eins og í lygasögu hversu mikil spilling er á Íslandi.  Pappírstætara eru við það að brenna yfir og telja þeir sem til þekkja að mikið af gögnum er varða hrunið hér á landi hafi verið eytt.  Viljum við búa afkomendum okkar óspillta stjórnmálaframtíð?

Hvar í veröldinni geta stjórnarþingmenn viðurkennt að hafa sofið á verðinum og þjóðin kýs þá aftur?

Ágætir Íslendingar, jú þetta er blákaldur veruleikinn á Íslandi.  Stór hluti þjóðarinnar hefur misst og er að missa sparifé sitt vegna þess að stjórnarfulltrúar okkar á Alþingi íslendinga sváfu á verðinum.  Við kjósum yfir okkur sama fólkið aftur og aftur.  Hvers vegna skyldum við haga okkur á þennan hátt?  Þetta atferli okkar væri gott félagsfræðilegt rannsóknarverkefni og ekki yrði ég hissa ef  erlendir mannfræðingar hefðu áhuga á okkar hátterni.  Er undirlægjuhátturinn svona sterkur hjá þjóðinni? Viljum við láta ganga yfir okkur á skítugum skónum aftur og aftur og aftur?  Hér biðjast menn bara afsökunar á því að hafa komið heilu samfélagi á hliðina og halda svo áfram eins og ekkert  hafi í skorist.  Við erum skrítin þjóð, íslendingar. 

Og fólkið gengur laust. Sjálfstæðisflokkinn í útlegð

Mér verður flökurt, að lesa fréttir þessa dagana.  Á meðan þjóðin engist sundur og saman og líður vítiskvalir við að horfa upp á heimilin sín brenna  spóka bankaræningjar sig um götur þessa lands.  Nei, hingað og ekki lengra.  Fjölmargar fjölskyldur hafa nú þegar misst íbúðir sínar.  Samt fær Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi í skoðanakönnunum.  Er ekki í lagi með okkur íslendinga?
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Það er sorglegt hvert við stefnum í efnahagsmálum hér á landi.  Ég hef lagt það til  hér áður í bloggi mínu að þeir þingmenn sem stóðu að ríkisstjórnum þ.e. Sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur s.l. 18 ár  axli ábyrgð og segi af sér þingmennsku og láti aldrei sjá sig aftur í þingsölum íslendinga.  Þeir hafa dæmt þjóðina í skuldafangelsi um ókomin ár.
mbl.is Glitnir vill Baug í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tak poka þinn og gakk

Þá eru þingmenn byrjaðir  að afsaka sig fyrir léleg vinnubrögð í þágu þjóðar sem olli því að heimili þúsunda fjölskyldna í landinu eru að brenna upp.  Fjölskyldur þessa lands munu blæða um ókomin ár fyrir sjálfhverfu þeirra sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar.  Nú er tilvalið fyrir alla þá þingmenn sem bera ábyrgð á andvaraleysi þingsins að segja af sér eða bjóða sig ekki oftar fram til þingmennsku.   Þannig og aðeins þannig sæta þeir ábyrgð.


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir hafa fengið afskriftir hjá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum?

Það er ekki nema eðlilegt að fólk spyrji hversu margir hafa fengið afskriftir hjá bönkum og öðrum fjármálastofnunum og hverjir það eru og upphæðir hjá hverjum og einum.  Hvernig er hægt að gefa Moggamönnum 2 þúsund milljónir í boði þjóðarinnar þegar eignir íbúanna brenna upp.  Ætlar enginn að standa upp og mótmæla þessum gjörningi? 

Þeir sem vita um framkvæmdar afskriftir, vinsamlegast látið mig vita.


Þingið starfi til 27. mars.

Það er mikilvægt að halda þingstörfum eins lengi og unnt er vegna þeirra fjölmörgu góðu mála sem ríkistjórnin ætlar að klára á því tímabili sem eftir er af þinginu.  Slíkt er þjóðþrifamál og öllum til góða.
mbl.is Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir hafa ekki mat fyrir börnin sín.

Það á eftir að aukast gífurlega að fjölskyldur sæki sér aðstoðar til hjálparsamtaka.  Nú er svo komið að margir innfæddir þurfa frá að hverfa því nýbúar sækja sér mataraðstoðar líka.  Það er enginn greinamunur gerður á fólki, hvorki uppruna þess, litarháttar eða kyns.  Vart var við óánægju hjá innfæddum s.l. miðvikudag hjá Fjölskylduhjálp Íslands er nýbúar voru hátt í helmingur þeirra er sóttu sér aðstoðar þá.  Innfæddir þurfa að skilja að nýbúar hafa jafnan rétt og þeir.

Nú þurfa fyrirtækin í landinu sem eru aflögufær að styðja vel við þau hjálparsamtök sem sjá um að úthluta matvælum til þess stóra hóps sem nú leitar eftir aðstoð.   Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands vorum að panta 700 kíló af bjúgum sem verða í úthlutun ásamt öðrum matvælum næsta miðvikudag.


mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að heimfæra Enron málið á Ísland? Eftirlitsstofnanir ekki til fyrirmyndar.

 Flótti frá Kaupþingi?  Hvers vegna skyldi það nú vera?  Maður heldur í störf sín á tímum sem þessum.  Kannski eiga menn nóg á aflandseyjum?  Hvað veit ég?  Maður verður óneytanlega hissa þegar menn segja upp störfum sínum á þrengingartímum.

Það má leiða líkum að því að íslenskar eftirlitsstofnanir hafi ekki staðið sig í stykkinu í aðdraganda og í kjölfarið  á hinu hræðilega efnahagslega hruni sem við þjóðin verðum að blæða fyrir næsta áratuginn.


mbl.is Fjöldaflótti frá Kaupþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Mars 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband