8.3.2009 | 10:30
Við getum látið stjórnmálamenn axla ábyrgð.
8.3.2009 | 02:15
Hvar í veröldinni geta stjórnarþingmenn viðurkennt að hafa sofið á verðinum og þjóðin kýs þá aftur?
6.3.2009 | 21:12
Og fólkið gengur laust. Sjálfstæðisflokkinn í útlegð
![]() |
Lánuðu sjálfum sér milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 14:52
Sorglegt
![]() |
Glitnir vill Baug í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 17:33
Tak poka þinn og gakk
Þá eru þingmenn byrjaðir að afsaka sig fyrir léleg vinnubrögð í þágu þjóðar sem olli því að heimili þúsunda fjölskyldna í landinu eru að brenna upp. Fjölskyldur þessa lands munu blæða um ókomin ár fyrir sjálfhverfu þeirra sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Nú er tilvalið fyrir alla þá þingmenn sem bera ábyrgð á andvaraleysi þingsins að segja af sér eða bjóða sig ekki oftar fram til þingmennsku. Þannig og aðeins þannig sæta þeir ábyrgð.
![]() |
Sekt og sakleysi á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki nema eðlilegt að fólk spyrji hversu margir hafa fengið afskriftir hjá bönkum og öðrum fjármálastofnunum og hverjir það eru og upphæðir hjá hverjum og einum. Hvernig er hægt að gefa Moggamönnum 2 þúsund milljónir í boði þjóðarinnar þegar eignir íbúanna brenna upp. Ætlar enginn að standa upp og mótmæla þessum gjörningi?
Þeir sem vita um framkvæmdar afskriftir, vinsamlegast látið mig vita.
2.3.2009 | 16:27
Þingið starfi til 27. mars.
![]() |
Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 15:27
Margir hafa ekki mat fyrir börnin sín.
Það á eftir að aukast gífurlega að fjölskyldur sæki sér aðstoðar til hjálparsamtaka. Nú er svo komið að margir innfæddir þurfa frá að hverfa því nýbúar sækja sér mataraðstoðar líka. Það er enginn greinamunur gerður á fólki, hvorki uppruna þess, litarháttar eða kyns. Vart var við óánægju hjá innfæddum s.l. miðvikudag hjá Fjölskylduhjálp Íslands er nýbúar voru hátt í helmingur þeirra er sóttu sér aðstoðar þá. Innfæddir þurfa að skilja að nýbúar hafa jafnan rétt og þeir.
Nú þurfa fyrirtækin í landinu sem eru aflögufær að styðja vel við þau hjálparsamtök sem sjá um að úthluta matvælum til þess stóra hóps sem nú leitar eftir aðstoð. Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands vorum að panta 700 kíló af bjúgum sem verða í úthlutun ásamt öðrum matvælum næsta miðvikudag.
![]() |
Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flótti frá Kaupþingi? Hvers vegna skyldi það nú vera? Maður heldur í störf sín á tímum sem þessum. Kannski eiga menn nóg á aflandseyjum? Hvað veit ég? Maður verður óneytanlega hissa þegar menn segja upp störfum sínum á þrengingartímum.
Það má leiða líkum að því að íslenskar eftirlitsstofnanir hafi ekki staðið sig í stykkinu í aðdraganda og í kjölfarið á hinu hræðilega efnahagslega hruni sem við þjóðin verðum að blæða fyrir næsta áratuginn.
![]() |
Fjöldaflótti frá Kaupþingi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar