Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.10.2008 | 13:59
Styðjum DV og Útvarp Sögu
Í dag þurfum við að búa við ákveðna þöggun hjá mörgum fjölmiðlum á Íslandi. Aðgangur fólks með ákveðin málefni hafa lítil tækifæri á að koma máli sínu á framfæri. Staðan á íslenskum fjölmiðlamarkaði er graf alvarlegur. Eignarhald sumra fjölmiðla er mjög óljós svo ekki sé meira sagt. Útvarp Saga og DV eru fjölmiðlar sem fjalla um öll mál óháð hverjir eiga hlut að máli. Nú er mikilvægt að landsmenn gerist áskrifendur að DV og styðji Útvarp Sögu með fjárframlögum. Lýðræði þjóðarinnar er að veði.
25.10.2008 | 16:41
Kæri biskup, nú hryggir þú mig
Það hryggir mitt hjarta að heyra það að Biskupinn yfir Íslandi líti á hið erfið árferði hér á landi með þeim augum sem hann gerir. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir þeim hörmungum sem eiga eftir að dynja yfir íslenska þjóð. Nú standa þúsundir fjölskyldna frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og atvinnu. Hvað með börnin í þessum fjölskyldum? Þau verða svo sannarlega fyrir barðinu á ástandinu. Fjölskyldur flosna upp, hjónabönd splundrast og mun það koma hart niður á börnum þessa lands. Nú þurfum við að rækta okkar eigin garð til að geta hjálpað fátækum börnum í útlöndum.
Aldrei verið auðugri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 14:47
Þingmaðurinn er óhæfur
Birgir Ármannsson formaður allsherarnefndar býr ekki í sama samfélagi og við hin hér á Íslandi. Hvað gengur honum til?
Vill ekki frysta eignir auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 13:02
Það var mikið.
Það má ekki bíða lengur með að fá erlenda sérfræðinga til að rannsaka hvað fór úrskeiðis hér á landi. Hvað hafa stjórnmálamenn að fela? Þessi spurning er á vörum þjóðarinnar í dag.
Vill óháða erlenda úttekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 02:03
Hvaða einstaklingar skipa skilanefndnir bankanna á vegum ríkisins?
Er ekki eðlilegt að þjóðin verði upplýst um það hverjir skipa skilanefndir bankann fyrir hönd ríkisvaldsins
Skilanefndir rannsaki viðskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 18:49
Forsetanum er vorkunn.
Gleymum ekki að Forseti Íslands og frú hafa ferðast með einkaþotum útrásarvíkinganna víða um heim og hrósað þeim fyrir frábæra framtakssemi í frumkvæði og athafnasemi. Hvað segir þetta okkur um forsteta vor sem ætlar nú að heimsækja landsbyggðir og fyrirtæki landsins til að peppa fólk áfram í lífsins baráttu. Það er margt skrítið í kýrhausnum kæru landar. OMG. Erum við á tuttugustu og fyrstu öldinni sem forseta vor er tíðrætt um.
Forsetinn hvetur til samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 18:03
Viðskiptaráðherra ber að bjóða út lánin í Baugi á alþjóðamarkaði.
Ég tel rétt eins og fram hefur komið í fréttum að nokkrir séu á eftir lánunum í Baugi, að þessi lán verði boðin út á alþjóðamarkaði og reynt að fá sem mest fyrir þau. Annað er óskynsamlegt. Hafa verður hagsmuni þjóðarinnar í huga þar sem þúsundir íslendinga mun missa vinnuna á næstu mánuðum og misserum. Það eru ekki bara Bretar sem missa vinnuna.
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 17:44
Nú líst mér vel á Geir.
Gott hjá Geir að herða viðurlög við brotum sem FME og SME komast á snoðir um. Slíkar aðgerðir þurfa að vera afturvirkar. Nú líst mér vel á Geir.
Geir: Herða beri viðurlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 14:21
Geir, frystu allar eigur útrásarfurstanna.
Þá er enn einn blaðamannafundurinn haldinn í dag. Það væri óskandi að Geir tilkynnti þjóðinni að hann væri búinn að frysta eigur útrásarfurstanna og að Ísland færi í umsjá IMF tímabundið.
Geir með blaðamannafund síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 13:55
Mikilvægt fyrir þjóðina að fá aðstoð frá IMF
Ég styð Vilhjálm Egilsson í að mikilvægt sé að fá aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það má ekki bíða, því eftir því sem ráðamenn draga það að taka ákvörðun, því verra verður ástandið. Íslenska stjórnkerfið þarf á uppskurði að halda. Eftir þann uppskurð munum við þjóðfélagsþegnarnir upplifa nýtt og heilbrigðara þjóðfélag. Eigum að fara í gjörgæslu hjá IMF. Hvað hræðir stjórnmála og embættismenn?
Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar