Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Farin til Fáskrúðsfjarðar

Franskir dagar eru nú haldnir í 13 skiptið á Fáskrúðsfirði og þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti þó að á sjötta og sjöunda áratugnum bjuggu ættingjar mínir í öðru hverju húsi í plássinu.  Franskir dagar eru gríðarlega stór og metnaðarfull menningarveisla og er það mikillar til fyrirmyndar hversu öflug dagskráin verður alla helgina. Mikið á ég góðar minningar frá dvöl minni á Eyri en þar var ég í sveit á sumrin frá 9 ára til 11 ára aldurs.  Eftir að komið er á þann aldur var alveg glatað að fara í sveit.  Á Eyri bjuggu þrjú systkini föðurömmu minna ógift og barnlaus þar sem dekrað var við mig á alla kanta.  Í minningunni var alltaf sumar og sól.  Á þeim tíma var fólk kennt við hús sín, Maggi í Bæ, Odda á Holti, Margeir í Félagsgarði og Óskar í Rúst.  Nú er þetta allt breytt.  Eftir dvöl mína á Fáskrúðsfirði fór maður af og til í sveit til móðurömmu minnar að Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi.  Nú er tímarnir aðrir því nú þarf að borga fyrir sveitapláss fyrir borgarbörnin.  Ég ætla að leggja af stað upp úr klukkan 4 í nótt því það tekur um 10 tíma að keyra til Fáskrúðsfjarðar þar sem 20 stiga hiti var fyrr í dag.

Að hugsa sér.

Brá mér í tvær vikur á sólarströnd og fylgdist einungis með erlendum fréttastöðvum þar sem heimurinn er allur undir.  Þá kom upp í huga mér hvernig er hægt að klúðra samfélagi manna sem telur rúmlega 300.000 einstaklinga.  Eitthvað mikið er að hjá íslenskum stjórnmálamönnum og þjóðinni allri sem kýs sömu flokkana áratugum saman.  Þegar horft er til Íslands úr fjarlægð verður maður þess áskynja hversu við sem byggjum Ísland erum orðin dofin fyrir því mikla stjórnleysi og sukki sem þrífst í landi okkar.  Sá sem stjórnaði fyrirtæki  í USA með 300.000 starfsmönnum á svipaðan hátt og stjórnmálamenn á Íslandi stjórna efnahagsmálum hér væri sá hinn sami löngu búinn að taka pokann sinn með skömm.

Að geta ekki stjórnað svona litlu samfélagi og Ísland er segir allt sem segja þarf.

Að hugsa sér hvernig komið er fyrir íslensku þjóðarbúi.  Húsin brenna og brunaliðið fer í frí.


Félag Frjálsynda flokksins í Reykjavík stofnað.

Frjálslyndi flokkurinn á Íslandi er flokkur með góða stefnuskrá. Hvet alla til að lesa stefnuskrá flokksins.  Margt sem flokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar fékk því miður ekki nægilegan hljómgrunn  meðal kjósenda en hefur  svo sannarlega  komið á daginn að stefna flokksins á svo virkilega rétt á sér og skipti íslenskt þjóðfélag miklu máli til framtíðar.  Nú á að stofna borgarmálafélag Frjálslynda flokksins fyrir Reykjavík, félag Frjálslynda flokksins í Reykjavík.  Frábært framfaraskref.  Frjálslyndi flokkurinn er kominn til að vera enda verður flokkurinn 10 ára á hausti komanda.


Harðorð ályktun frá LKF venga viðbragða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar

 

Stjórn Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum hefur sent frá sér mjög harðorða ályktun vegna viðbragða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið. Stjórn LKF eggjar þingflokkinn til að senda ályktunina til mannréttindanefndarinnar. Ályktunin er eftirfarandi...

Stjórn Landsambans kvenna í Frjálslynda flokknum tekur undir ályktun þingflokks Frjálslynda flokksins um afstöðu ríkisstjórnar Íslands um að hundsa álit Mannréttinda nefndar Sameinuðu þjóðanna.
Við stjórnarkonur í Landsambandi kvenna í Frjálslynda flokknum mótmælum harðlega því ofbeldi og mannréttindabrotum sem íslensk stjórnvöld beita gagnvart þegnum sínum í íslenskum sjávarútvegi.  Við mótmælum þeirri stefnu og siðleysi ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram um ókomna tíð þessum mannréttindabrotum, og að viðhalda þessu valdnýdda kvótakerfi, sem virðist vera  stefna ríkisstjórnar Íslands.
Hroki og virðingarleysi fyrir almennum mannréttindum er með algjörum eindæmum í nútíma þjóðfélagi þar sem mannréttindi eiga að vera í heiðri höfð.
Okkur ofbýður þessi valdnýðsla stjórnvalda í garð sjómanna og heilu byggðalaganna sem urðu fyrir þessum mannréttinda skerðingum, að þeim sé meinað um rétt sinn til lífsviðurværis.

Við skorum á þingflokk Frjálslynda flokksins að senda þessa ályktun til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þýdda af lögbundnum skjalaþýðenda.  Einnig skorum við á þingflokkinn að senda ályktunina til allra erlendra frétta stofa svo sem Reuters.com, CNN BBC News Fox News og annarra vestrænna fréttastofa auk fjölmiðla á Norðurlöndum, sem hafa í heiðri mannréttindi.
Við bendum flokksforystunni á að konur í Frjálslynda flokknum eru ekki síður með pólitíst nef, en karlarnir og væntum þess að tillit sé tekið til okkar skoðana og óska í þessu máli sem og öðrum

 

 

Fyrir hönd stjórnar Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður
Hanna Birna Jóhannsdóttir varaformaður
Guðrún María Óskarsdóttir ritari
Ásthildur Cesil Þórðardóttir stjórnarmaður
Ragnheiður Ólafsdóttir stjórnarmaður.

 

 


Gólfið titraði

Ég sat við hljóðnemann hjá Útvarpi Sögu í dag og talaði til hlustenda  og þegar klukkan var 15.45   fann ég skrítin titring undir fótum mínum og leit á tæknimanninn og hann leit á mig.  Síðan byrjaði allt að titra.  Þessi mikli jarðskjálfti reið yfir.  Eftirminnileg útsending svo ekki sé meira sagt.

Eigið góðan dag.


Áskorun til forseta lýðveldisins

Við konur í Frjálslynda flokknum skorum hér með á  herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands að neita að undirrita lagafrumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt þar sem meirihluti Alþingis gaf eftir skatta vegna söluhagnaðar lögaðila með afturvirkum hætti. Með því að neita að staðfesta lögin gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa um frambúðargildi laganna. Lagabreytingin brýtur í bága við almennu jafnræðisregluna í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem felldir eru niður skattar fyrir ákveðinn hóp auðmanna en slík niðurfelling er fordæmislaus í sögu islensku þjóðarinnar. Forsetinn hefur áður neitað að staðfesta meirihlutavilja þingsins og svarið eið að virða stjórnarskrá lýðveldisins. Forsetanum ber að virða stjórnarskrána og vilja þjóðarinnar og ganga í berhögg við gerræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.

Ljósabekkir eru skaðlegir.

Það hefur verið vitað all lengi að ljósabekki eru skaðlegir.  Hér spila foreldrar stórt hlutverk.  Samt eru sólbaðsstofur fullar af ungu fólki sem sækir í bekkina.  Ábyrgðin er að einhverju leiti hjá okkur foreldrum.  Ljósabekkir skaða.
mbl.is Aukin tíðni sortuæxla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu dagar verða í Kaupmannahöfn.

Þá yfirgefur maður skerið og heldur til Kaupmannahafnar í góða veðrið og sólina en síðustu dagar hafa verið þetta frá 19 upp í 25 gráður, ekki slæmt.  Eitthvað á manni eftir að bregða við verðið þar í landi með 25% gengisfellingu í vasanum.  Búin að afgreiða allt í dag fyrir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands á morgun miðvikudag, maturinn, brauðið, grænmetið og mjólkin verða til staðar fyrir þær hundrað fjölskyldur sem munu leita eftir aðstoð.  Það er svo frábært að geta látið sig hverfa af vettvangi því stjórnarfólk  og hjálparliðar hjá FÍ eru svo frábær.  Þetta mun ganga eins og smurð vel.

Svandís Svavarsdóttir veit ekki hvað hún hefur í laun.

Flestir vita hvað þeir hafa í laun, en Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG veit ekki hvað hún hefur í laun.  616.000 krónur í laun á mánuði, hvorki meira né minna. Hvað segir það okkur almúganum?

Frá formanni Landssambands Kvenna í Frjálslynda flokknum

Við konurnar sjáum ansi oft um innkaupin fyrir heimilin í landinu.  Gerum nú átak í að  reyna að útrýma vöruskiptahallanum með því að kaupa íslenskar vörur,  gerum átak í að draga saman seglin eins og kostur er.  Reynum að fresta ýmsum nauðsynlegum innkaupum.  Reynum hvað við getum okkur öllum til hagsbóta. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband