Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til foreldra og forráðamanna veggjakrotara

Ég hvet foreldra og forráðamenn barna og unglinga að kanna hvort spraybrúsar finnist í fórum þeirra.    Er málning á fatnaði eða á höndum barnanna.  Vinsamleg tilmæli til foreldra og forráðamanna, hafið augun opin fyrir því hvað börnin ykkar og unglingar eru að gera.  Undirrituð býr í Vesturbænum og þar er stöðugt verið að mála yfir veggjakrot.

Laddi frábær í Borgarleikhúsinu

Þetta hefur verið annasamur dagur hjá mér.  Hann byrjaði kl. 10.00 í morgun á stjórnarfundi hjá Landssambandi Kvenna í Frjálslynda flokknum.  Súpufundur Landssambandsins hófst síðan kl. 12.00 þar sem Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasaga hélt fyrirlestur um fasteigna og lánamarkaðinn.  Var erindi hennar ákaflega fróðlegt.  Eftir fundinn kl. 14.00 fór ég í nudd í Baðhúsinu.  Eftir nuddið í Baðhúsinu fór ég í afmæli hjá minni elskulegu móður þar sem við systkinin komum saman og áttum ánægjulega samverustund. Að endingu fór ég að sjá afmælissýningu Ladda í Borgarleikhúsinu.  Hrein og klár frábær sýning og mikil stemming meðal sýningagesta.


Súpufundur Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á morgun laugardag kl. 12.00

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala verður ræðumaður á súpufundi Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á morgun laugardaginn 3. maí kl. 12.00 í húsakynnum flokksins að Skúlatúni 4 II hæð.  Mun Ingibjörg ræða fasteigna og lánamarkaðinn í dag og horfurnar framundan.  Boðið verður upp á heimalagaða súpu og heimabakað brauð fyrir 500 krónur.  Komið og fræðist um mál málanna í dag.

90 til 100.000 fyrir hvert barn.

Ég hef alltaf verið talsmaður heimgreiðslna.  Viljum við standa undir því að vera velferðarþjóðfélag?  Viljum við bera af þjóðum heims. Við vitum að skortur er á dagvistarrýmum fyrir börn, en hvað er til ráða?  Við á Íslandi getum leyst þetta vandamál með einu pennastriki ef vilji er fyrir hendi.  Við eigum að greiða foreldri með hverju barni þá upphæð sem hvert barn kosta við rekstur leikskóla á hvert barn sem í dag eru um 100.000 krónur á mánuði.  Hugsið ykkur hversu þjóðlífið yrði óstressaðra, heimilin í meira jafnvægi, börnin yfirveguð og án lyfja, færri skilnaðir, minni bílaumferð, minni mengun.  Að mínu mati tel ég það vera ábyrgðarhluti að ala barn í þennan heim.  Við fullorðna fólkið verðum að bera ábyrgð svo ég tali nú ekki um stjórnmálamenn.  Hugsið ykkur foreldra með þrjú ung börn ef þeim gæfist kostur á að vera heima hjá börnum sínum fyrstu þrjú árin gegn greiðslu.  Viðkomandi fjölskylda fengi um 300.000 krónur á mánuði mínus skatta.  Þá fyrst getum við talað um velferðarþjóðfélag, fyrr ekki. 

Sjarmörinn Hjörleifur Guttormsson

Ég var með í viðtali á Útvapi Sögu í dag  náttúrufræðinginn Hjörleif Guttormsson f.v. alþingismann og ráðherra.  Var ég að hitta hann perónulega í fyrsta skipti og þvílíkt sjarmatröll á öllum sviðum.  Hann kom sem fulltrúi Ferðafélags Íslands í þáttinn.  En þar sem 1. maí var í dag gat ég ekki sleppt því að spyrja hann sem hefur verið allra manna lengst til vinstri í pólitik um verkalýðsbaraáttuna á Íslandi í dag.  Og mikið vorum við sammála.  Þeir sem vilja hlusta á endurflutning þá verður  þátturinn endurfluttur aðfararnótt föstudagsins 2. maí kl. 2 og síðan um næstu helgi.  Til að fá nánari upplýsingar er bara að hringja í Útvarp Sögu í síma 533-3943.

Í sporum öryrkja á Íslandi og barna þeirra

Ég hef lifað að hluta í heimi öryrkja á Íslandi s.l. áratug í gegnum þátttöku minnar í hjálparstörfum og þekki þ.a.l. mjög vel þeirra aðstæður.  Ég hef hugsað gríðalega mikið út í það hvað sé hægt að gera í málefnum þeirra til að auka lífsgæði þessa stóra hóps.  Gera hluti sem hvetur fólk til að fara á fætur á morgnana og koma þeim veiku í einhvers konar þjóðfélags þátttöku. Það sem ég hef í huga er ekki til staðar hér á landi. Ég hef viðrað hugmyndir mínar.  Vandamálið er að þegar þú vinnur í hjálparstarfi sem gengur aðallega út á það að færa m.a. öryrkjum björg í bú þ.e. matvælaaðstoð þá verður lítið eftir til að gera mikið meira fyrir þennan hóp.  Við megum ekki gleyma þeim fjölmörgu börnum sem búa við mjög lítil lífsgæði.  Margt andlega og líkamlega veikt fólk  getur ekki unnið almenna vinnu en getur samt gert ýmislegt.  En þetta ýmislegt kostar peninga og þeir eru ekki til. 

Rakst á fyrir tilviljun

Tók eftir því fyrir nokkru að tveir þingmenn íslendinga eru í MBA námi við HÍ.  Getur það verið að þingstarfið sé orðið svona einfalt í dag að menn geti farið í þungt og krefjandi nám samhliða starfinu.  Fyrirtæki styrkja oft starfsmenn sína í slíkt nám.  Það skyldi þó aldrei vera að Alþingi styðji þingmenn í framhaldsnámi. Ég trúi því varla. Svari sá er veit.

LÁRA VERSUS STJÓRNMÁLA OG EMBÆTTISMENN

þetta voru stór mistök hjá Láru Ómarsdóttur og leitt að missa þennan frábæra fréttamann en  ég get nú ekki orða bundist viðbrögðum bloggara.  Hvernig væri nú að bloggarar létu í sér heyra þegar stjórnmálamenn og embættismenn ríkis og borgar gera mistök sem eru svo sannarlega ekki fá og hafa nú stofnað efnahag heimilanna í landinu í gífurlega hættu.  En þá heyrist lítið í blöggurum.

Borgin okkar er skítug og menguð

Það var yndislegt að njóta góða veðursins með litlum ömmu strák í gönguferð í Vesturbænum  í gær.  Gengið var frá Sólvallagötunni í Melabúðina sem er okkar hverfaverslun. Tilgangur ferðarinnar var að kaupa inn það sem sá litli vildi fá að borða næsta sólarhringinn.  Ferðin í Melabúðina tók klukkutíma því litlir fætur far hægt yfir. Prinsinn sagði við ömmu sína.  Það er svo mikill hávaði í bílunum.  Þetta var rétt hjá þeim stutta, hávaðinn var gífurlegur frá þeim bifreiðum sem framhjá óku.  Við fullorðna fólkið erum orðin samdauna þessum hávaða. En þvílíkur hávaði sem blessað barnið upplifði enda fer sá stutti allar sínar ferðir í bíl.  Sá stutti stoppaði við hvert fótmál og skoðaði veröldina með sínum augum.  Það er skelfilegt að horfa upp á borgina sína svona skítuga.  Sá stutti sankaði  að sér öllu því gulli sem á vegi hans varð.  Eru götur bæjarins virkilega ein stór ruslatunna?  Niðurstaða mín eftir göngutúrinn góða í blíðskaparveðri hér í Vesturbænum í gær að borgin okkar er menguð bæði hljóð og loft menguð og óþrifnaðurinn fyrir neðan allar hellur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband