Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.6.2009 | 13:43
Til hamingju nafna mín
Ásgerður á eftir að standa sig frábærlega sem bæjarstjóri á Seltjarnanesi. Hún er traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður. Nú sjáum við glitta í nýja Ísland.
Áskorun að taka við starfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 16:39
Orðlaus, einn íslenskan banka takk.
Þeir sem eiga nú að borga skatta af 18 milljörðum verða mjög líklega gjaldþrota eins og margir þjóðfélagsþegnar eru nú að upplifa og því verður hægt að fækka en frekar starfsmönnum í bönkum á Íslandi. Æskilegt væri að einn íslenskur banki væri starfræktur næstu árin því þjóðfélagið og stjórnkerfið eru ekki nægilega þroskuð fyrir fleiri banka. Verkin undanfarin misseri tala sínu máli. Starfsemi þessa eina banka á að vera undir ströngu eftirliti. Í framhaldinu gætu erlendir bankar fest rætur hér á landi.
Ekki hægt að snúa ákvörðun við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 00:10
Látum lágtekjufjölskyldur í friði
Mér líst vel á þessar tillögur. Þeir sem hafa yfir 700 þúsund krónur á mánuði geta alveg greitt 8 % í viðbótarskatt til samfélagsins. En í Guðs bænum látum lágtekjufólk algjörlega í friði, það hefur mátt þola nóg s.l. 20 ár.
Rætt um 8% aukaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 23:18
Soffanías Cecilsson hf beint í gjaldþrot og kvótann til þjóðarinnar
Er þetta ekki með ólíkindum. Nú er stofnað nýtt félag um kvótann. Við segjum nei og aftur nei. Nú eiga stjórnvöld að grípa inn í. Kvótinn frá SC fer ekki í eitthvert fyrirtæki SC hf. Kemur ekki til greina. Þessi kvóti á að fara í sjóð þjóðarinnar. Hættum að láta valta yfir okkur, nóg er komið.
Skip og veiðiheimildir í nýtt félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2009 | 18:01
Og leggja niður störf aðstoðarforstjóra ríkisstofnana
Skref í rétta átt og leggja niður hin margvíslegu aðstoðarmannastörf sem viðgangast í ríkisapparatinu.
Ríkishlutafélög undir kjararáð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 12:07
Má ekki verða veruleikinn hér á landi
Stefnir Ísland í sama far og Zimbabwe? Maður fær sting í hjartað við að lesa frétt sem þessa.
Stúlkur í Zimbabwe selja sig fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 14:50
Reykfyllt herbergi
Hvað er eiginlega í gangi, átti ekki allt að vera upp á borðinu hjá nýju ríkisstjórninni. Hvað eru menn að pukrast? Ef ég væri þingmaður myndi ég ekki sætta mig við slík vinnubrögð. Áfram Steinunn Valdís.
Tveimur þingnefndum meinað um upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 14:00
Það getur verið kalt á toppnum Steingrímur J
Ég á ekki til aukatekið orð yfir stjórnmálastéttina á Íslandi í dag. Hver höndin upp á móti annarri. Hvernig væri að flokkarnir héldu sig við stefnuskrá sína sem þeir buðu upp á fyrir síðustu kosningar.
Valtur meirihluti í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 10:26
Stjórnmálastéttin fær ekki lengur að valta yfir þjóðina
Sú tíð er liðin að stjórnmálastéttin geti hunsað vilja þjóðarinnar. Nú lætur þjóðin verkin tala. Mikið lifandis skelfing er ég ánægð með þessa þróun. Ef stjórnmálamenn fara ekki að vilja þjóðarinnar á að krefjast nýrra kosninga. Svo einfalt er það.
Boðað til mótmæla í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 10:17
Fara frá Íslandi í neyð
Það er sorglegt til þess að vita að margir íslendingar þurfa í neyð að hverfa frá landinu til að afla sér tekna og sjá fjölskyldu sinni farborða. þá eru margir sem vildu vera örlítið yngri á þessum tímamótum hér á landi til þess einfaldlega að treysta sér í brottflutning. Þá eru þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur fastir í skuldafeni sem ekki sér fyrir endann á vegna lélegrar stjórnsýslu sem útrásarvíkingar snéru um fingur sér.
Íslendingar streyma til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar