Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bankahólfin næst

Nú væri eðlilegt að rannsóknaraðilar fengju heimild til að skoða öll bankahólf þessa fólks, hér á landi og erlendis, leita heima hjá þeim öllum og aðstandendum þeirra.  Gera verður allt til að ná fjármunum til þjóðarinnar til baka til greiðslu erlendra skulda landráðafólksins.

Seint í rassinn

Það er eins og alltaf á Íslandi, of seint í rassinn gripið.  Menn búnir að fjarlægja allt sem skiptir máli, enda átta mánuðir liðnir frá hruninu. 
mbl.is Umboðssvik og ólögleg lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefði Birna þá gert?

Hvernig hefði málið verið afgreitt ef umrædd bréf hefðu skilað gríða arði?Hvað hefði Birna þá gert og sagt? Það er margt stórskrítið í kýrhausnum svo ekki sé meira sagt.

DV hlaut Fjölmiðill mannúðar á Íslandi 2008

Í dag fékk DV útnefninguna Fjölmiðill mannúðar á Íslandi 2008 frá Fjölskylduhjálp Íslands á fjölmennum sumarfagnaði í dag.  Búið er að senda fjölmiðlum fréttir um málið, en þeir eru heyrnalausir og sjónlausir.  Því miður.  En Ribbon fékk Gullpálmann í Cannes.
mbl.is Hvíti borðinn fékk Gullpálmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsað upphátt

Hver er framtíð okkar hér á landi?  Menn skrifa og skrifa, tala og tala um þá erfiðleika sem blasa við.  Er að hlusta á Útvarp Sögu þar sem Reynir Traustason blaðamaður Íslands er stjórnandi þáttarins.  Gestir eru tveir stjórnmálamenn og verið er að ræða 5% regluna til að ná mönnum inn á þing.  Því skildi þessi 5% regla vera? Þetta er hindrun fyrir ný öfl til að ná inn fulltrúum sínum. Væri ekki rétt að lækka þessa prósentu niður í 3% þannig að ólíkir hópar næðu fulltrúum inn á þing. Fjölbreytileiki þingmanna yrði meiri?  Er samfélag okkar ekki of fámennt til að hafa girðingar sem þessar?  Hvaða hagsmunum þjónar þessi 5% regla?

Áskorun til Bjarna Benediktssonar, íslensk fyrirtæki til mikillar fyrirmyndar.

Ég vil leggja það til við Bjarna Benediktsson formanns Sjálfstæðisflokksins að hann leggi þessar 55 milljónir til Fjölskylduhjálpar Íslands í stað þess að skila þessum fjármunum sem munu bara lenda í lögfræðihítina í kringum þessi tvö fyrirtæki.  Í dag var úthlutað matvælum til yfir 350 fátækra fjölskyldna sem leituðu til Fjölskylduhjálpar íslands.  Að fá þessar 55 milljónir til að hjálpar íslenskum fjölskyldum næstu 4 árin væri góðverk að hálfu  Sjálfstæðisflokksins.  Ég býð fyrir hönd okkar 25 sjálboðaliða Bjarna Benediktssyni í heimsókn til okkar næsta miðvikudag og upplifa þá miklu eymd sem ríkir hjá allt of mörgum íslenskum heimilum í dag, hvort sem um er að ræða fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.  Fjölskylduhjálp Íslands upplifir mikinn hlýhug frá íslenskum fyrirtækjum enda væri ekki hægt að hjálpa slíkum fjölda fjölskyldna nema fyrir þeirra tilstilli fyrirtækjanna.  Bestu þakkir til ykkar.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Einarsson í Kaupþingi harmar upplýsingaflæði frá bönkunm. Þjóðin má ekki vita um spillinguna. Við íslendingar krefjumst að allar lánabækur bankanna verði strax gerðar opinberar.

Sigurður Einarsson Kaupþingsmaður er ekki hress með þær upplýsingar sem þjóðinni hefur borist til eyrna.  Við íslendingar förum fram á að lánabækur bankanna verið gerðar opinberar.  Snekkja Bakkabræðra verði tekin  nú þegar eignarnámi og eldri borgurum þessa lands verði boðið í einnar sæluviku dvalar í senn í lúxussnekkjunni. Eldri borgarar þessa lands eiga það svo sannarlega skilið.

Við getum látið stjórnmálamenn axla ábyrgð.

Við íslendingar búum við lýðræði, svolítið skekkt lýðræði en lýðræði þó.  það er í höndum okkar kjósenda hverjir munu vinna fyrir okkur eftir næstu kosningar.  Gerum breytingar, breytingar er nauðsynlegar aldrei sem fyrr.  Sýnum afkomendum okkar að við getum breytt Íslandi.  Eru það trúarbrögð að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?  Nei því vil ég ekki trúa.  Við þurfum ríkisstjórn sem hugsar um fólkið sitt, hag þess og velsæld.  Það er eins og í lygasögu hversu mikil spilling er á Íslandi.  Pappírstætara eru við það að brenna yfir og telja þeir sem til þekkja að mikið af gögnum er varða hrunið hér á landi hafi verið eytt.  Viljum við búa afkomendum okkar óspillta stjórnmálaframtíð?

Hvar í veröldinni geta stjórnarþingmenn viðurkennt að hafa sofið á verðinum og þjóðin kýs þá aftur?

Ágætir Íslendingar, jú þetta er blákaldur veruleikinn á Íslandi.  Stór hluti þjóðarinnar hefur misst og er að missa sparifé sitt vegna þess að stjórnarfulltrúar okkar á Alþingi íslendinga sváfu á verðinum.  Við kjósum yfir okkur sama fólkið aftur og aftur.  Hvers vegna skyldum við haga okkur á þennan hátt?  Þetta atferli okkar væri gott félagsfræðilegt rannsóknarverkefni og ekki yrði ég hissa ef  erlendir mannfræðingar hefðu áhuga á okkar hátterni.  Er undirlægjuhátturinn svona sterkur hjá þjóðinni? Viljum við láta ganga yfir okkur á skítugum skónum aftur og aftur og aftur?  Hér biðjast menn bara afsökunar á því að hafa komið heilu samfélagi á hliðina og halda svo áfram eins og ekkert  hafi í skorist.  Við erum skrítin þjóð, íslendingar. 

Og fólkið gengur laust. Sjálfstæðisflokkinn í útlegð

Mér verður flökurt, að lesa fréttir þessa dagana.  Á meðan þjóðin engist sundur og saman og líður vítiskvalir við að horfa upp á heimilin sín brenna  spóka bankaræningjar sig um götur þessa lands.  Nei, hingað og ekki lengra.  Fjölmargar fjölskyldur hafa nú þegar misst íbúðir sínar.  Samt fær Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi í skoðanakönnunum.  Er ekki í lagi með okkur íslendinga?
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband