Mikilvægt fyrir þjóðina að fá aðstoð frá IMF

Ég styð Vilhjálm Egilsson í að mikilvægt sé að fá aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Það má ekki bíða, því eftir því sem ráðamenn draga það að taka ákvörðun, því verra verður ástandið.  Íslenska stjórnkerfið þarf á uppskurði að halda.  Eftir þann uppskurð munum við þjóðfélagsþegnarnir upplifa nýtt og heilbrigðara þjóðfélag.  Eigum að fara í gjörgæslu hjá IMF.  Hvað hræðir stjórnmála og embættismenn? 
mbl.is Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þeir hræðast það að missa völdin í efnahagsmálunum. Stjórnmála og embættismenn vilja almennt hafa mjög frjálsar hendur til að gera það sem þeim dettur í hug. Þeir vilja forðast þann aga í stjórn efnahagsmál sem fylgir íhlutun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.  Á sama hátt vilja þeir ekki inngöngu í ESB og vilja forðast í lengstu lög agann sem fylgir aðild að myntbandalaginu og upptöku evru.

Þess vegna eigum við, almenningur, að knýja á um inngöngu í Myntbandalagið og upptöku evru og stöðva þetta bull sem er í gagni og búið að vera í gangi allt of lengi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta ferli sem þjóðin er í núna er samskonar við það sem virkar best á alkana. Það er að segja, að láta þá fyrst fara algerlega á rassgatið áður en nokkurt vit er að fara að byggja þá upp aftur.

Það kaldhæðnisleg við þetta er að þeir sem harðast hafa talað um "afsal fullveldis" við inngöngu í ESB eru að upplifa það að vera sjálfir farnir að draga andlitið eftir rennusteininum. Ég vil miklu frekar afsala einhverju af þessu (svokallaða) fullveldi frekar en meira fyllirí með þennan snepil sem heitir íslensk króna. Það er sem betur fer farið að renni af sumum þessum prelátum sem harðast hafa látið. Við þá vil ég aðeins segja þetta; Það hefur alltaf reynst vel að fá sér banana að morgni dags eftir fyllirí - að þessu sinni í boði Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.  

Atli Hermannsson., 10.10.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Talandi um "afsal fullveldis" þá hafa þær þjóðir sem færðu okkur fullveldið, gáfu okkur lýðræðið og hafa leyft okkur að vera sjálfstæð þjóð frá 1944 myndað með sér viðskipta- og efnahagsbandalag sem þær af fúsum og frjálsum vilja eru þátttakendur í.

Að það séu einhver endalok sjálfstæðis Íslands að taka þátt í slíku samstarfi er einhver mesta fyrra sem ég hef heyrt. Þvert á móti mun þátttaka okkar í slíku samstarfi tryggja okkar fullveli og okkar sjálfstæði um ókomin ár.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Strákar, takk fyrir innlitið.  Þegar hér þrífst þvílík spilling, misskipting gæðanna og annar óþveri þá þarf að grípa inn í.  Með því að þiggja aðstoð IMF erum við ekki að afsala okkur sjálfstæðinu.  Þvílíkt bull.  Það sem skeður er að IMF mun skera upp þjóðfélagið sem við munum að sjálfsögðu finna fyrir en þegar til lengri tíma er litið munum við upplifa nýtt Ísland með heilbrigðara stjórnkerfi.  Í dag eru ráðamenn þjóðarinnar ráðalausir.  Ástandið í dag kemur ekki við þeirra buddu.  Yfirtaka IMF er bara tímabundin.  Ég hef ætíð borið hag öryrkja fyrir brjósti og hef sýnt það í verki með sjálfboðastarfi alla miðvikudaga s.l. 12 ár.  Ég geri mér mjög vel grein fyrir ástandinu sem ekki sér fyrir endann á.  Það besta  í stöðunni í dag er að þiggja aðstoð frá IMF.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.10.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Skorrdal, það er óraunhæft að bera okkur saman við S-Ameríku því grunnstoðir okkar þjóðfélags eru allt aðrar.  Hér er stöðugt stjórnmálakerfi og þjóð okkar býr yfir miklum auðæfum.  Ég er að tala um tímabundin yfirráð IMF.  En að sjálfsögðu munu ráðamenn meta þá skilmála sem settir verða fyrir aðstoð frá IMF.  Ástand okkar í dag mun lenda á börnum okkar og barnabörnum í framtíðinni, því þarf að taka rösklega á þeim erfiðleikum sem steðja að okkar samfélagi í dag til að koma í veg fyrir það.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.10.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband