Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sorglegt

Það er sorglegt hvert við stefnum í efnahagsmálum hér á landi.  Ég hef lagt það til  hér áður í bloggi mínu að þeir þingmenn sem stóðu að ríkisstjórnum þ.e. Sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur s.l. 18 ár  axli ábyrgð og segi af sér þingmennsku og láti aldrei sjá sig aftur í þingsölum íslendinga.  Þeir hafa dæmt þjóðina í skuldafangelsi um ókomin ár.
mbl.is Glitnir vill Baug í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tak poka þinn og gakk

Þá eru þingmenn byrjaðir  að afsaka sig fyrir léleg vinnubrögð í þágu þjóðar sem olli því að heimili þúsunda fjölskyldna í landinu eru að brenna upp.  Fjölskyldur þessa lands munu blæða um ókomin ár fyrir sjálfhverfu þeirra sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar.  Nú er tilvalið fyrir alla þá þingmenn sem bera ábyrgð á andvaraleysi þingsins að segja af sér eða bjóða sig ekki oftar fram til þingmennsku.   Þannig og aðeins þannig sæta þeir ábyrgð.


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir hafa fengið afskriftir hjá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum?

Það er ekki nema eðlilegt að fólk spyrji hversu margir hafa fengið afskriftir hjá bönkum og öðrum fjármálastofnunum og hverjir það eru og upphæðir hjá hverjum og einum.  Hvernig er hægt að gefa Moggamönnum 2 þúsund milljónir í boði þjóðarinnar þegar eignir íbúanna brenna upp.  Ætlar enginn að standa upp og mótmæla þessum gjörningi? 

Þeir sem vita um framkvæmdar afskriftir, vinsamlegast látið mig vita.


Þingið starfi til 27. mars.

Það er mikilvægt að halda þingstörfum eins lengi og unnt er vegna þeirra fjölmörgu góðu mála sem ríkistjórnin ætlar að klára á því tímabili sem eftir er af þinginu.  Slíkt er þjóðþrifamál og öllum til góða.
mbl.is Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir hafa ekki mat fyrir börnin sín.

Það á eftir að aukast gífurlega að fjölskyldur sæki sér aðstoðar til hjálparsamtaka.  Nú er svo komið að margir innfæddir þurfa frá að hverfa því nýbúar sækja sér mataraðstoðar líka.  Það er enginn greinamunur gerður á fólki, hvorki uppruna þess, litarháttar eða kyns.  Vart var við óánægju hjá innfæddum s.l. miðvikudag hjá Fjölskylduhjálp Íslands er nýbúar voru hátt í helmingur þeirra er sóttu sér aðstoðar þá.  Innfæddir þurfa að skilja að nýbúar hafa jafnan rétt og þeir.

Nú þurfa fyrirtækin í landinu sem eru aflögufær að styðja vel við þau hjálparsamtök sem sjá um að úthluta matvælum til þess stóra hóps sem nú leitar eftir aðstoð.   Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands vorum að panta 700 kíló af bjúgum sem verða í úthlutun ásamt öðrum matvælum næsta miðvikudag.


mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að heimfæra Enron málið á Ísland? Eftirlitsstofnanir ekki til fyrirmyndar.

 Flótti frá Kaupþingi?  Hvers vegna skyldi það nú vera?  Maður heldur í störf sín á tímum sem þessum.  Kannski eiga menn nóg á aflandseyjum?  Hvað veit ég?  Maður verður óneytanlega hissa þegar menn segja upp störfum sínum á þrengingartímum.

Það má leiða líkum að því að íslenskar eftirlitsstofnanir hafi ekki staðið sig í stykkinu í aðdraganda og í kjölfarið  á hinu hræðilega efnahagslega hruni sem við þjóðin verðum að blæða fyrir næsta áratuginn.


mbl.is Fjöldaflótti frá Kaupþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér með er skorað á viðkomandi blaðamann að biðjast nú þegar afsökunar á opinberum vettvangi, á þessum illa ígrunduðu skrifum.

 Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum, lýsir furðu á pistilskrifum blaðamannsins Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu sunnudaginn 1. mars 2009, þar sem hún ræðst að Frjálslynda flokknum sem á kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga.Blaðamaðurinn virðist falla í þann fúla pytt að valda stétt sinni vanvirðu, vegna skorts á virðingu í garð fjölda fólks sem tilheyrir starfandi stjórnmálaflokki í landinu og jafnframt gera vinnuveitanda sínum óleik i þessu efni, að sjá má.Hér með er skorað á viðkomandi blaðamann að biðjast nú þegar afsökunar á opinberum vettvangi, á þessum  illa ígrunduðu skrifum.  Reykjavík 1. mars 2009 f.h. stjórnar, Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Guðrún María ÓskarsdóttirRagnheiður ÓlafsdóttirMargrét HarðardóttirÁsthildur Cesil Þórðardóttir 

þóra Kristín, blaðamaður ársins, til hamingju.

Þóra Kristín er vel að þessu komin, hún er albesti blaðamaður landsins.  Mogginn má vera stoltur af henni.  Frábær fréttamaður.
mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið mál fyrir sjálfstæðismenn að skipta öllum út í Reykjavík

Það er líf og fjör í Sjálfstæðisflokknum.  29 gefa kost á sér í prófkjörum flokksins í Reykjavík.  Nú er lítið mál fyrir kjósendur flokksins að skipta öllum út því nægt er framboðið.


mbl.is Geir gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þakka Guði fyrir allt þetta góða fólk.

Hvert stefnir Ísland?  Hverjir eru framtíðar möguleikar okkar sem búum hér á landi?  Við þessu eru engin svör.  Við bíðum milli vonar og ótta og getum okkur ekki hreift.  Þetta er eins og versta martröð.  Hvernig gátu ákveðnir peninga gráðugir einstaklingar gert þjóð sinn þetta?  Það er óskiljanlegt.

Sem sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands horfir maður fram á svarta framtíð.  Á miðvikudaginn var sóttu 197 fjölskyldur um mataraðstoð og það margfaldað með 2.5 þá hafa það verið 742 einstaklingar sem nutu úthlutunar þann daginn.

Fjöldi nýrra andlita, fólk sem ætíð hefur séð fyrir sér og sínum, en nú getur það ekki lengur.  Fólk með brostnar vonir, fólk sem er örvæntingarfullt og skilur ekki hvað hafi komið fyrir litla góða Ísland.

Þennan dag fékk hver fjölskylda fjóra fulla haldapoka af matvælum.  Það var yndislegt að geta úthlutað nýjum fiski, kjötfarsi og folaldakjöti til allra auk mjólkurvara, brauði, kartöflum, rófum, eggjum og góðum pakkasúpum.  Allir fóru glaðir frá borði.  Þegar við héldum heim kl. 18.00 eftir erfiðan dag var nánast allt búið og matarbúrið tómt.

Ég hef það á minni könnu að sjá til þess að matarbúrið sé fullt fyrir hvern miðvikudag og það er ekki laust við að maður sé stundum með kvíðahnút í maganum þegar hver miðvikudagur rennur upp.  Nokkur tonn af matvælum verða að vera komin í hús fyrir þann dag.

Með mér starfar yndislegur 20 til 25 manna hópur sem deilir sömu hugsjón og ég.  Þetta dásamlega fólk mætir hvern miðvikudag kl. 12.00 og stendur vaktina til kl. 18.00.  Ég þakka Guði fyrir allt þetta góða fólk sem gefur vinnu sína ár eftir ár í þágu þeirra sem minna mega sín.

Mikill ágangur hefur verið frá erlendum fjölmiðlum sem óska eftir viðtölum við mig vegna efnahagshrunsins og hef ég reynt að mæta þeim óskum.  Það er tímafrekt að fara í þessi viðtöl og eru viðtölin orðin yfir 20 talsins við sjónvarps og útvarpsstöðvar auk blaða og tímaritaviðtala síðustu þrjá mánuðina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband