Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.10.2008 | 13:22
Kaupþing gjaldþrota í Bretlandi, en samt á að bjarga þeim hér á Íslandi
Ég velti efnahagsástandinu mikið fyrir mér og þá sérstaklega s.l. þrjú ár. Í mínum vinahópi hefur það legið fyrir að útrásarfurstarnir voru að leika sér að þjóðinni með gervipeninga. Það sem er ámælisvert er hversu yfirvöld hafa verið sofandi. Nú ætlar ríkisstjórnin að bjarga Kaupþingi á Íslandi til að auka en frekar á erfiðleika þjóðfélagsins. Hvað getum við gert? Það er ekki hlustað á þegnana. Hvað eru yfirvöld að hugsa með því að hafa stjórnendur bankanna en að störfum. Hvaða skynsemi er í því.
8.10.2008 | 13:05
Stjórnvöld hafa niðurlægt þjóð sína með tómlæti.
Íslendingar eru duglegt fólk sem þarf og hefur þurft að vinna myrkrana á milli til að ná endum saman þó að stjórnmálamenn hreyki sér af því að Ísland sé fimmta ríkasta landið í heimi. Gárungarnir segja að þeir sem eru við stjórnvölinn á Íslandi hugsi aðeins um eigin hag og afkomu sína. Ég ítreka en og aftur, við þurfum aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins strax í dag.
8.10.2008 | 12:48
Látum hryðjuverkamennina og konurnar ekki sleppa úr landi.
8.10.2008 | 12:10
Bretar munu ekki sækja Ísland heim.
Bretar hafa verið duglegir að heimsækja Ísland. Eftir atburði dagsins mun þeim sjálfsagt fækka verulega með ófyrirséðum afleiðingum.
Ítreka en og aftur, við þurfum á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
8.10.2008 | 11:37
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í þágu íslendinga, hvers vegna ekki? Hafa íslenskir stjórnmálamenn eitthvað að fela?
Það vekur athygli meðal þjóðarinnar hvers vegna ríkisstjórn íslands vill ekki þiggja aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Að mati margra eru skýringar eftirfarandi:
Höfum eftirfarandi í huga.
1. Stjórnmálamenn missa völdin um stundarsakir.
2. Sérfræðingar Alþ.gjald.sjóðsins taka þjóðina í gjörgæslu.
3. Þeir munu flétta ofan af þeirri hrikalegu spillingu sem ríkir hér á landi.
4. Þeir munu skera fituna burt af íslensku stjórnkerfi.
5. Við íslendingar munum í framhaldinu fá heilbrigt og réttlátara samfélag.
Góðir íslendingar, í Guðs bænum vaknið.
7.10.2008 | 21:18
Gjaldþrota fólk elt í áraraðir, hvað með útrásarþotustjóranna sem hafa sett heila þjóð í galdþrot?
Það verður fróðlegt að fylgjast með útrásarfurstunum sem sett hafa þjóðina í þrot og halda síðan áfram í viðskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Búnir að koma heilli þjóð í gjaldþrot sem gæti verið einsdæmi í heiminum. Þessir aðilar munu halda áfram með vísa og debitkortin sín og allt í fínu lagi. Þeir hafa komið sér upp digrum sjóðum víða um heim og því mun þá aldrei skorta neitt. Ekki verða þeir hundeltir af innheimtumönnum ríkisins.
Nú veit ég um nokkur dæmi þar sem fólk varð gjaldþrota og skuldaði eftir það m.a. í Landsbanka Íslands. Talið var líklegt að þeir sem eignuðust Landsbanka Íslands fyrir nokkrum árum en eru búnir að tapa honum í dag hafi fengið auka afslátt vegna hugsanlegra útlánatapa á þeim tíma. En hvað gerðu Landsbankamenn. Þeir afskrifuðu gjaldþrotakröfur í bókum sínum en héldu samt áfram að elta fólk í gegnum Intrum sem er í eigu sömu aðila. En þann dag í dag er þetta fólk hundelt af Intrum þótt mörg ár séu liðin frá gjaldþrotinu.
Mun ríkisvaldið hundelta þessa menn næsta áratuginn?
Ein saga:
Ung stúlka stofnaði fyrirtæki árið 1974 þá aðeins 19 ára gömul og var í raun frumkvöðull þess tíma. Þessi stúlka var ætíð með rekstur sinn á eigin kennitölu og síðar einnig á kennitölu eiginmannsins. Stúlkunni gekk vel í viðskiptum næstu 26 árin og hafði átt góð samskipti við sinn viðskiptabanka öll árin. Á tímabili var stúlkan sem nú er orðin kona verið þegar mest var með 60 manns í vinnu. Árið 1999 gerði hún stór mistök sem olli því að hún og eiginmaður hennar urðu gjaldþrota árið 2000. Reksturinn var alla tíð á þeirra kennitölum og því voru þau með allt undir sem ekki átti að koma að sök þar sem allt hafði gengið svo vel.
En slysin verða og nú stóðu hjónin uppi gjaldþrota en sem betur fer heil heilsu. Í dag eru átta ár síðan og enn eru þau hundelt og mega ekkert eiga. Það er ótrúlegt hversu lengi má halda fólki í snörunni og því er það líka óskiljanlegt að lög hafi ekki verið sett í landinu þar sem kveðið er á um að fimm árum eftir gjaldþrot get fólk um frjálst höfuð strokið, byrjað á núlli og tekið á fullu þátt í þjóðfélaginu.
Staða fólks er mismunandi eftir gjaldþrot, en allir upplifa þvílíkar sorgir. martraðir, niðurlægjingu og skömm í áraraðir svo fátt eitt sé nefnt. Sumir eiga góða að sem hjálpa viðkomandi að komast á ról aftur. Slík hjálp er góðra gjalda verð, en það að geta ekki látið ljós sitt skína í sínum viðskiptum sökum gjaldþrots fyrir mörgum árum tekur verulega á. Í hópi gjaldþrota fólks er um mikinn mannauð að ræða sem hvert þjóðfélag þarf á að halda.
Fjöldi fjölskyldna býr við sára fátækt hér á Íslandi sökum gjaldþrota. Þetta fólk býr við einangrun, fælni við annað fólk og mikið þunglyndi. Börnin í þessum fjölskyldum þjást gífurlega. Margir hafa tekið eigið líf og skilið ástvini sína eftir í enn verra ástandi og enn meiri sorg.
Ég hvet alþingismenn þjóðarinnar til að taka á þessu máli og losa fólk úr snúrunni, því þessir einstaklingar hafa svo sannarlega tekið út sína refsingu.
6.10.2008 | 18:47
AF DUGNAÐI OG MYNDUGLEIKA, HVAÐ MEINAR RÁÐHERRANN ??????????????
6.10.2008 | 01:56
Það verður að draga þessa menn til ábyrgðar.
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 13:06
Kæri Davíð Oddsson, hvað með okkur hin? Taktu nú af skarið.
29.9.2008 | 22:20
Þetta er í mikilli andstöðu við mig ?????????????????
Já, það er nefnilega það, það kom honum verulega á óvart og hann hefur ekki samþykkt að verða varaformaður þingflokksins. Þetta er í mikilli andstöðu við mig segir Kristinn fyrrverandi þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Hvað halda sumir menn að þeir séu??????????
Jón Magnússon verður frábær þingflokksformaður og mun styðja þétt við bakið á Guðjóni Arnari formanni.
Bjartir tímar hjá Frjálslynda flokknum.
Kristinn undrast ákvörðun formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar